Hunter Biden játar á sig skattsvik og byssueign

frettinErlentLeave a Comment

Hun­ter Biden, son­ur Banda­ríkja­for­seta, hef­ur játað að hafa ekki greitt tekju­skatt og viður­kennt að hafa átt byssu. Fimm ára rann­sókn á mál­inu er nú lokið.

Ólík­legt er að Hunter verði dæmdur í fangelsi en samkomulag um játningu sektar þarf samþykki al­rík­is­dóm­ara.

Forsetinn og eig­in­kona hans, Jill Biden, hafa sent frá sér tilkynningu í kjöl­far fréttanna.

„For­set­inn og for­setafrú­in elska son sinn og styðja hann á meðan hann held­ur áfram að byggja upp líf sitt.“ Þetta sagði Ian Sams, talsmaður Hvíta húss­ins, og bætti því við að frek­ari upplýsingar yrðu ekki veittar af hálfu for­seta­hjón­anna.

Skilaði ekki skatt­fram­tali

Sam­kvæmt ákær­un­um skilaði Hun­ter ekki skatt­fram­tali á rétt­um tíma með tekjum upp á meira en eina og hálfa millj­ón banda­ríkja­dollara fyr­ir árin 2017 og 2018, sem eru um 208 millj­ón­ir króna.

Fyrir þessi ár skuldaði hann rúmlega 100.000 dollara í skatt af tekjunum.  Svikin varða við allt að eins árs fang­elsi og sekt að há­marki 100.000 dollara.

Washington Post.

Skildu eftir skilaboð