Tímabært að forsætisráðherra rjúfi þögnina

frettinCovid bóluefni, Innlent, Þorgeir Eyjólfsson1 Comment

Eftir Þor­geir Eyj­ólfs­son:

Bólu­efnaráðgjaf­ar FDA hafa samþykkt að leggja til breyt­ingu á Covid-19-bólu­efn­inu með áherslu á XBB-stofn veirunn­ar. Sem sagt: áfram á að bólu­setja þrátt fyr­ir margsannaða skaðsemi bólu­efn­anna fyr­ir heilsu al­menn­ings og aug­ljóst or­saka­sam­band bólu­setn­ingar­átaka og fjölg­un­ar dauðsfalla sem fylgja í kjöl­farið.

Eldri borg­ar­ar á hjúkr­un­ar­heim­il­un­um eru í von­lausri stöðu að afþakka bólu­setn­ingu þegar hjúkr­un­ar­fólkið fer um ganga með spraut­urn­ar á lofti. Aðstand­end­ur sem spurðir eru hvort bólu­setja eigi ætt­ingja á hjúkr­un­ar­heim­ili, sem ekki eru tald­ir geta tekið um það upp­lýsta ákvörðun sjálf­ir, eru held­ur ekki í öf­undsverðri stöðu.

Hörg­ull er á talna­efni um covid því land­lækn­ir er hætt­ur að upp­færa efni tengt sjúk­dómn­um á heimasíðu embætt­is­ins. Ekki hef­ur upp­lýs­inga­gjöf land­læknisembætt­is og Hag­stofu auk­ist eft­ir að stofnað var til sér­staks sam­starfs þess­ara aðila um „fram­leiðslu talna“ (þeirra orðalag í frétta­til­kynn­ingu). Helst er að finna megi töl­ur um þróun stærða frá Íslandi á er­lend­um hagsíðum.

Lækk­un hlut­falls um­framdauðsfalla hér­lend­is í apríl um 5,5% sam­kvæmt töl­um Evr­ópsku hag­stof­unn­ar eft­ir 5,7% hækk­un í mars er því miður tíma­bund­in því mikið hef­ur verið um dauðsföll í maí og það sem af er júní. Illu heilli stefn­ir í að við mun­um á nýj­an leik sjá fjölg­un dauðsfalla um­fram 20% miðað við meðaltal ár­anna 2018 til 2022. At­hygli vek­ur að hlut­fallið kunni að verða þetta hátt þrátt fyr­ir að árið 2022 með met­fjölda lát­inna sé tekið með í út­reikn­ing­inn.

Hætt er við að erfitt muni reyn­ast fyr­ir stjórn­völd að sann­færa al­menn­ing um skyn­semi bólu­setn­inga ef eng­in svör og skýr­ing­ar eru gefn­ar vegna fjöl­margra niðurstaðna rann­sókna sem eiga það sam­eig­in­legt að staðfesta skaðsemi bólu­efn­anna. Að engu breyti um þögn stjórn­valda nýbirt­ur 393 bls. viðauki við skýrslu Pfizers til Evr­ópska lyfja­eft­ir­lits­ins sem sund­urliðar fimm millj­ón­ir skaðatil­vika mRNA-bólu­efn­is­ins frá árs­byrj­un 2021 til júní 2022.

Al­menn­ing­ur kall­ar eft­ir skýr­ing­um á greini­legu or­saka­sam­bandi bólu­setn­inga og fjölg­un­ar dauðsfalla. Þá vant­ar skýr­ing­ar á niður­stöðum rann­sókna sem sýna aukn­ar lík­ur á sjúkra­hús­inn­lögn sam­fara fleiri örvun­ar­bólu­setn­ing­um. Að stjórn­völd bjóði eldri borg­ur­um end­ur­tekn­ar bólu­setn­ing­ar, þrátt fyr­ir borðleggj­andi or­saka­sam­band bólu­setn­inga og dauðsfalla og ný­fram­komn­ar upp­lýs­ing­ar um skaðsemi bólu­efn­anna frá fram­leiðanda bólu­efn­anna, kall­ar á skýr­ing­ar.

Það er með ólík­ind­um hversu þögn stjórn­valda er orðin ær­andi í stöðunni. Eng­ar skýr­ing­ar, eng­ar sam­an­b­urðark­ann­an­ir á heil­brigði bólu­settra í sam­an­b­urði við óbólu­setta sem hæg­lega væri hægt að fram­kvæma hér­lend­is með óper­sónu­grein­an­leg­um hætti. Kom­inn er tími á að stjórn­völd rjúfi þögn­ina. Kom­inn er tími til að okk­ar helstu fjöl­miðlar fjalli um álita­mál tengd bólu­setn­ing­un­um með hlut­læg­um hætti. Að þögn­in verði rof­in er for­senda þess að lands­menn geti tekið upp­lýst­ar ákv­arðanir varðandi eig­in heilsu og heilsu þeirra sem þeir bera ábyrgð á.

Höf­und­ur er eft­ir­launaþegi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 23.júní 2023

One Comment on “Tímabært að forsætisráðherra rjúfi þögnina”

  1. Mér persónulega finndist ekki ólíklegt að fyrr frysi í helvíti en að stjórnvöld opni sig gagnvart sprautunum

Skildu eftir skilaboð