Birna fékk 100 milljóna kúlulán fyrir hrun – “gleymdist” að útbúa pappíra

frettinFjármál, Innlent, Orðið á götunni1 Comment

Orðið á götunni:

Velvakandi minnir á það að Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka, sem af miklu “göfuglyndi” lækkaði launin sín niður í “aðeins” 4.2 milljónir á mánuði fékk, rétt fyrir hrun 100 milljóna kúlulán til að kaupa hlutabréf í Glitni.

Það kom svo í ljós eftir hrun að það hafði “gleymst” að útbúa pappíra varðandi “lánið” þannig að Birna þurfti aldrei að borga það til baka.

Núverandi bankastjóri Landsbankans sem nýverið fékk 80% launahækkun var einn af yfirmönnum þeirrar deildar sem sá um Icesave reikningana. Þetta er ómissandi fólkið sem stjórnar fjármálakerfinu í dag.

Þá hefur undirskrifarlisti verið settur í gang, þar sem Birna er hvött til að segja af sér, Birna hefur einnig fengið skilaboð þess efnis sem má sjá hér neðar.

Skilaboðin orðrétt:

Hafin er undirskriftalisti til þess að reka þig Birna Einarsdóttir úr starfi sem bankastýra. Birna þú ert vanhæf sem bankastýra. Við ráðum því enda eigum við Íslandsbankann.
Banka­stjóri og fram­kvæmda­stjórn

Bankastjóri er ábyrgur fyrir daglegum rekstri bankans í samræmi við stefnu og ákvarðanir stjórnar. Það er enn fremur í höndum bankastjóra að tryggja að starfsemi bankans sé ávallt í samræmi við samþykktir bankans og viðeigandi lagaramma.

Bankastjóri skipar regluvörð bankans, framkvæmdastjóra yfir starfssvið bankans sem og nefndarmenn í ráðgefandi nefndir bankastjóra.

Í framkvæmdastjórn sitja sjö aðilar, að bankastjóra meðtöldum, en framkvæmdastjórnin stýrir daglegum rekstri bankans í samræmi við stefnu stjórnar.

Birna Einarsdóttir þú ert hér með rekin.

One Comment on “Birna fékk 100 milljóna kúlulán fyrir hrun – “gleymdist” að útbúa pappíra”

  1. Alþekkt vandamál í Íslensku fjármálaumhverfi, besti vinur aðal fær betri fyrirgreiðslur en almenningur og aðal fær enn betri vaxtakjör, forkaupsrétti, og jafnvel afskriftir. Þetta er ríkisbanki að stórum hluta og allt vaðandi í spillingu, græðgispoti og ofurlaunatöku, þetta þarf að stoppa, ekki hægt að bjóða landsmönnum upp á þetta.

Skildu eftir skilaboð