Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virðist hafa ruglast í ríminu, þegar hann sagði fyrr í dag að Rússar væru að tapa stríðinu í Írak.
Biden svaraði spurningum fréttamanna fyrir utan Hvíta húsið, rétt áður en hann flaug til Chicago, til að flytja ræðu um efnahagsáætlunina „Bidenomics“.
Forsetinn var m.a. spurður hvort honum fyndist staða Pútíns hafi veikst, vegna nýlegrar uppreisnar Wagner-hópsins?
Forsetinn svaraði: „Það er erfitt að segja til um það, en hann er greinilega að tapa stríðinu í Írak, hann er að tapa stríðinu heima fyrir og hann er orðinn hálfgerður útlagi um allan heim. Og það er ekki bara NATO. Það er ekki bara Evrópusambandið. Það er Japan... Þetta eru, þú veist, 40 þjóðir" sagði Biden.
Atvikið má sjá hér neðar:
Biden: "[Putin] is clearly losing the war in Iraq" pic.twitter.com/dKt6yWWGFx
— RNC Research (@RNCResearch) June 28, 2023
One Comment on “Bandaríkjaforseti: Pútín er að tapa stríðinu í Írak”
Þessi maður er forseti Bandaríkanna!!! Og vinstri-sinnaðir fjölmiðlar halda yfir honum verndarhendi, sorglegt.