Madonna fannst meðvitundarlaus og var flutt í skyndi á sjúkrahús

frettinErlent, Fræga fólkið1 Comment

Söngkonan Madonna fannst meðvitundarlaus sl. laugardag og var flutt í skyndi á sjúkrahús í New York, segir miðillin Page Six.

Við höfum fregnir af því að Madonna hafi verið í öndunarvél í eina nótt en sé nú með meðvitund og á batavegi. Dóttir hennar Lourdes Leon hefur verið við hlið hennar allan tímann, segir í fréttinni.

Guy Oseary, umboðsmaður Madonnu, sagði á Instagram á miðvikudag að Madonna hefði fengið alvarlega bakteríusýkingu sem leiddi til nokkurra daga dvalar á gjörgæsludeild.

Hún er nú laus úr gjörgæslu, sagði Oseary í færslu sinni en „að hún væri enn undir læknishjálp og búist væri við fullum bata.“

Madonna átti að hefja tón­leika­ferð 15. júlí nk. en Ose­ary sagði að búið væri að fresta tón­leik­um henn­ar þar til nán­ari fregn­ir lægju fyr­ir.

One Comment on “Madonna fannst meðvitundarlaus og var flutt í skyndi á sjúkrahús”

  1. Æ æ.. aumingja ríka fræga fólkið. Allir allt i einu voða veikir…

Skildu eftir skilaboð