McCullough skorar á Hotez í kappræður

frettinCOVID-19, Erlent1 Comment

Fyrr í mánuðinum var Robert F. Kennedy Jr., frambjóðandi í forvali demókrata í forsetakosningum Bandaríkjanna, gestur hins vinsæla þáttastjórnanda Joe Rogan.

Kennedy er umhverfislögfræðingur og stofnandi samtakanna Children´s Health Defense og hefur á ferli sínum höfðað fjölda mála gegn lyfjafyrirtækjunum. Undanfarið hefur hann talað mikið um þann skaða sem stafar af Covid „bóluefnum“.

Peter Hotez, bandarískur barnalæknir sem sérhæfir sig í bóluefnum og hitabeltissjúkdómum, og hefur verið mikill talsmaður Covid bóluefnanna, gagnrýndi Rogan fyrir að veita Kennedy vettvang til „að dreifa falsupplýsingum,“ eins og Hoetz orðaði það.

Fyrir vikið, skoraði Rogan á Hotez að mæta Kennedy í rökræðum í hlaðvarpsþætti sínum. Rogan ætlaði í staðinn gefa 100 þúsund dollara til góðgerðasamtaka, að eigin vali Hotez. Aðrir fylgjendur bættu síðan við, þannig að fjárhæðin endaði í nálægt þremur milljónum dollara. En Hoetz hafnaði tilboðinu.

McCullough skorar á Hotez

Nú hefur bandaríski hjartalæknirinn og faraldsfræðingurinn Peter McCullough skorað á Peter Hotez að mæta sér í kappræðum. McCullough segir að báðir séu þeir læknar, ólíkt Kennedy sem er lögfræðingur, og því séu þeir tveir á sama sviði.

„Við skulum ræða þátttöku Hotez í rannsóknum í Wuhan og við skulum tala um þann mikla skaða, örorku og dauðsföll sem hlotist hafa af Covid-bóluefnunum,“ sagði McCullough, og bætti því við að Hotez yrði að taka ábyrgð á gjörðum sínum, þau munu öll þurfa að taka ábyrgð, þetta mál mun ekki hverfa.“

Eins og áður segir hefur Hotez verið ötull talsmaður Covid-bóluefna, ólíkt McCullough sem hefur varað við þeim frá upphafi.

Hér má hlusta á áskorun McCullough.

One Comment on “McCullough skorar á Hotez í kappræður”

  1. Lítilmennin fela sig að vanda. Athyglisjúkir siðleysingjar. Versta manngerðin á þessari jörð. Sú manngerð sem WEF sækist fyrst og fremst eftir til að „penetrate the cabinets“.

Skildu eftir skilaboð