Segir engar alvarlegar aukaverkanir hjá börnum hafa komið upp eftir bólusetningar

frettinInnlent, Þórdís B. Sigurþórsdóttir2 Comments

Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir var nýlega í viðtali hjá Arnþrúði Karlsdóttur á Útvarpi Sögu.

Guðrún og Arnþrúður ræddu meðal annars nýtt afbrigði kórónuveirunnar XBB.1.5. sem Guðrún sagði ekki vera hættulegra en önnur afbrigði og að hlé hefði verið gert á bólusetningum þar til í haust.

Bólu­efnaráðgjaf­ar FDA (Matvæla-og lyfjastofnun Bandaríkjanna) hafa nýverið samþykkt að leggja til breyt­ingu á Covid-19-bólu­efn­inu með áherslu á XBB-stofn veirunn­ar sem nota á í haust.

Nýr faraldurssáttmáli WHO

Arnþrúður og Guðrún ræddu einnig breytingar á sóttvarnarlögum og nýjan faraldurssáttmála Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO)sem margir hafa lýst áhyggjum sínum yfir og bent á að WHO muni fá völd til að þvinga aðildarríki til að loka landamærum sínum og taka í notkun bóluefnapassa.

Breskir þingmenn hafa t.d. bent á hættuna sem nýjum sáttmála fylgir og krafist þess að samningsdrögin færu í atkvæðagreiðslu í breska þinginu. Hlutverk WHO muni breytast frá því að vera ráðgefandi í að vera bindandi.

Guðrún sagði að með nýjum faraldurssáttmála muni WHO ekki stjórna farsóttarmálum hér á landi heldur aðeins gefa leiðbeiningar. Það sem væri bindandi í alþjóðaheilbrigðisreglugerðinni sem innleidd var hér á landi fyrir nokkrum árum hefði aðallega með ógnir þvert á landamæri að gera og væri auðvitað til þess að vernda heilsu almennings. Það sem varðaði okkur til dæmis væru farsóttir sem geta farið á milli landa. Þá yrði ákveðin tilkynningaskylda og upplýsingamiðlum sem er mjög gagnlegt, sagði hún.

Engar alvarlegar aukaverkanir hjá börnum

Arnþrúður spurði Guðrúnu út í aukaverkanir af Covid bóluefninu. Guðrún sagði að einhverjar alvarlegar aukaverkanir hefðu komið upp en ekki hjá börnum sem hún vissi af.

Samkvæmt nýlegu svari frá Lyfjastofnun hefur þó verið tilkynnt um 112 aukaverkanir hjá börnum, þar af 13 alvarlegar í hópunum 12-15 ára og 16-17 ára. Tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir eru í dag 307 alls.

Arnþrúður nefndi einnig aukningu á krabbameini í þjóðfélaginu og benti t.d. á veikindi Hrannar Sigurðardóttur sem lést í gær efir baráttu við 4. stigs krabbamein. Hrönn hafði í ítarlegu viðtali við DV sagt frá því að strax eftir Janssen bólusetningu hafi henni farið að líða einkennilega. Hún fór síðan að leita til lækna í nóvember 2021. Hrönn sem hafði alltaf verið heilsuhraust fyrir vildi meina að bóluefnið væri orsökin fyrir krabbameininu.

Guðrún sagðist vita um mál Hrannar en sagði að engar sannanir væru fyrir því að bóluefnið væri orsökin.

Viðtalið við Guðrúnu Aspelund sóttvarnalækni má hlusta á hér.

2 Comments on “Segir engar alvarlegar aukaverkanir hjá börnum hafa komið upp eftir bólusetningar”

  1. það er fína veðrið út núna……. (þetta er stundum sagt um eitthvað sem manni finnst ekki trúlegt)

  2. Það eru engar sannanir fyrir því að sóttvarnarlæknir hafi logið um það að engar alvarlegar aukaverkanir C19 sprautuefnisins hafi komið fram hjá börnum á Íslandi.

    Kannski vissi hún ekki betur?

    Kannski eru upplýsingar frá Lyfjastofnun rangar eða hreinn og klár uppspuni?

    Svo er hugsanlegt að sóttvarnarlæknir hafi hreinlega logið að Arnþrúði gegn betri vitund, enda gerði fyrrverandi sóttvarnarlæknir það oft án þess að fá á baukinn.

Skildu eftir skilaboð