Telegraph: WHO fær völd til að þvinga ríki til að loka landamærum og nota bóluefnapassa

frettinErlent, Innlent, WHO3 Comments

Breskir þingmenn óttast að nýr faraldurssáttmáli Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem ætlað er að auka völd stofnunarinnar, muni gera henni kleift að þvinga Bretland til að loka landamærum sínum og krefjast bólusetningapassa.

Lokunarráðstafanir gætu verið lagðar á Bretland [og önnur aðildarríki] af WHO í heimsfaraldri í framtíðinni, undir yfirgripsmiklum nýjum völdum stofnunarinnar. Þetta óttast ráðherrar Bretlands, segir í frétt Telegraph.

Aðildarríkjum yrði samkvæmt nýjum sáttmála skylt að fylgja fyrirmælum WHO á tímum heimsfaraldurs, þar á meðal með því að innleiða bólusetningapassa, loka landamærum og fylgja reglum WHO um sóttkví og einangrun, samkvæmt drögum að uppfærslu á reglugerðum stofnunarinnar.

Nýr „faraldurssáttmáli“ sem er þessa dagana til umræðu á alþjóðaheilbrigðisþinginu myndi einnig neyða Bretland [og önnur aðildarríki] til að ráðstafa fimm prósentum af fjárveitingu sinni til heilbrigðismála í undirbúning fyrir næsta veirufaraldur.

Telegraph segir að ráðherrar séu uggandi yfir áformum um að auka vald WHO sem gerir stofnuninni kleift að krefjast þess að lönd afhendi uppskriftir að bóluefnum, óháð hugverkaréttindum, ásamt því að „sporna gegn falsupplýsingum.“

Íhaldssamir þingmenn hafa skrifað ráðherrum erindi til að vara við því augljósa; breytingunni á hlutverki WHO frá því að vera ráðgefandi stofnun yfir í alþjóðlegt yfirvald með tilheyrandi völdum“.

Í bréfi sínu, sem The Telegraph hefur undir höndum, hvetja þingmenn utanríkisráðuneytið til að koma í veg fyrir fyrirhuguð völd WHO, sem samkvæmt drögum nýja sáttmálans fela í sér verulegt inngrip í stjórnarfar Bretlands [og annarra ríkja] til að setja sínar eigin reglur og stjórna eigin fjárlögum“.

Andrew Mitchell, utanríkisráðherra, sagði við The Telegraph að hann myndi stöðva öll lög sem kæmu í veg fyrir að Bretland settu sína eigin stefnu í heilbrigðismálum.

„Bretland styður heimsfaraldurssáttmálann sem nú er verið að semja af aðildarríkjum, sem gæti flýtt fyrir miðlun gagna um nýjar heimsfaraldursógnir til að við getum brugðist hratt við ef upp koma heimsfaraldrar í framtíðinni,“ sagði Mitchell.

„Það er ljóst að við myndum aldrei samþykkja neitt sem gengur yfir meginreglur okkar um fullveldi eða kemur í veg fyrir að Bretland grípi til afgerandi aðgerða í heimsfaraldri í framtíðinni.“

Breytingar til að gera ráðleggingar WHO „bindandi“

Reglugerðarbreytingarnar voru settar fram sem hluti af áætlun um að uppfæra alþjóðlegar heilbrigðisreglur WHO í ljósi kórónuveirunnar og að koma á nýjum sáttmála um viðbúnað vegna heimsfaraldurs.

Sáttmálinn var fyrst lagður fram af leiðtogum heims, þar á meðal Boris Johnson, árið 2021 meðan á heimsfaraldri stóð og var upphaflega hugsaður til að bæta viðvörunar- og öryggiskerfi, miðlun gagna og framleiðslu bóluefna meðal allra ríkisstjórna og allra samfélaga heims.

En meðal þeirra 300 fyrirhugaðra breytinga á alþjóðlegum reglum um heilbrigðismál eru breytingar um að gera ráðleggingar WHO „bindandi“ og innleiða nýjar kröfur um að lönd viðurkenni stofnunina sem alþjóðlegt yfirvald hvað snertir alþjóðlegar lýðheilsuráðstafanir.

Nýi sáttmálin myndi krefjast þess að aðildarríki „viðurkenni WHO sem ráðgefandi- og samhæfingarvald alþjóðlegra lýðheilsuaðgerða og felur í sér skuldbindingu ríkjanna til að fylgja tilmælum WHO í alþjóðlegum lýðheilsuviðbrögðum.

Verði breytingin samþykkt þýðir það að WHO getur fyrirskipað lokun landamæra, sett reglur um sóttkví og bóluefnapassa í öllum aðildarríkjum.

Drög að sjálfum sáttmálanum myndu skuldbinda aðildarríkin til að verja fimm prósentum af heilbrigðisfjárveitingum sínum, auk hlutfalls af landsframleiðslu, til viðbúnaðar vegna heimsfaraldurs.

„Sérstakt áhyggjuefni“

Sex þingmenn Íhaldsflokksins undir forystu Esther McVey, fyrrverandi ráðherra í ríkisstjórninni, hafa skrifað Mitchell bréf til að kalla eftir atkvæðagreiðslu á þinginu um samningsdrögin og reglugerðirnar áður en þau verða undirrituð.

McVey sagði: „Það eru, með réttu, vaxandi áhyggjur af heimsfaraldurssáttmála WHO og alþjóðlegum heilbrigðisreglugerðum. Áætlanirnar fela í sér verulega breytingu fyrir stofnunina, frá því að vera ráðgefandi stofnun undir forystu aðildarfélaga í það að vera heilbrigðisyfirvald með nauðungarvald. Þetta er sérstakt áhyggjuefni þegar litið er til slakrar afrekaskrár WHO í því að veita samræmdar, skýrar og vísindalega traustar ráðleggingar til að stjórna alþjóðlegum faröldrum.“

Bréfið hefur einnig verið undirritað af stjórnarþingmönnunum Sir John Redwood, David Davis, Philip Davies, Sir Christopher Chope og Danny Kruger.

Kruger sagði: „Samhæfing og samvinna í neyðartilvikum á sviði lýðheilsu er skynsamlegt, en að afsala sér stjórn á fjárveitingum heilbrigðismála og mikilvægri ákvarðanatöku í heimsfaraldri til ókjörinnar alþjóðastofnunar virðist mjög á skjön við fullveldi og lýðræðislega ábyrgð.“

Baráttufólk hefur einnig lýst yfir áhyggjum af því að efla hlutverk WHO við að bera kennsl á rangar upplýsingar, eftir að sérfræðingar stofnunarinnar vísuðu á bug „rannsóknarstofuleka-kenningunni“ um uppruna COVID-19, kenning sem síðar var ákveðið að rannsaka gaumgæfilega.

Molly Kingsley, meðstofnandi UsForThem samtakanna, sagði: „Við ættum öll að hafa áhyggjur af því að WHO verði sett sem úrskurðaraðili sannleikans í heimsfaraldri, sérstaklega í ljósi lélegrar frammistöðu stofnunarinnar í Covid heimsfaraldrinum, svo sem fullyrðingu þess efnis að Covid væri án efa sprottið frá dýrum, sem og afneitun (í apríl 2020) á gagnsemi og hlutverki náttúrulegs ónæmis sem vernd gegn sýkingu.“

3 Comments on “Telegraph: WHO fær völd til að þvinga ríki til að loka landamærum og nota bóluefnapassa”

  1. Ótrúlegt ef WHO fær frekari völd eftir Covid-klúðrið! Og munu stjórnmálamenn bara segja ´OK´ við öllum þeirra ákvörðunum, sama hversu klikkaðar þær eru? En þetta er, að sjálfsögðu, einn liðurinn í framtíðar alheimsstjórn guðlausra Marxista.

  2. Þetta er svona álíka og að Þriðja Ríkið hefði náð að semja um frið, haldið landvinningum sínum og svo fengið að stýra landamæravörslu í öllum heimnum.

Skildu eftir skilaboð