Mesta eldgos frá upphafi mælinga

frettinPáll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Nýhafið eldgos við Litla-Hrút er það mesta á Reykjanesi frá upphafi mælinga.

Og?

Er það merkilegt?

Nei, svona álíka og viðtengd frétt um að „fyrsta vikan í júlí var sú heitasta síðan mælingar hófust.“

Náttúruferlar, hvort heldur jarðhræringar eða veðurfar, eru aðeins eldri en mælitæki manna. Það munar sirka 4,5 milljörðum ára.

Ef eitthvað er mest í náttúrunni hlýtur að vera til minnst. Á milli mest og minnst ætti að vera kjörstaða.

Hver er þá kjörhiti jarðar?

Kjörhiti jarðar er ekki til. Ekki frekar en kjörfjöldi eldgosa.

Fréttin um ,„heitustu viku frá upphafi mælinga“ er merkingarlaus. Alveg eins og fyrirsögnin á þessu bloggi.

Skildu eftir skilaboð