Umhverfisráðherra Spánar mætti í einkaþotu á loftslagsráðstefnu en hjólaði síðustu metrana

frettinInnlendarLeave a Comment

Umhverfisráðherra Spánar, Teresa Ribera, mætti á rafmagnshjóli á umhverfisráðstefnu ESB í borginni Valladolid á Spáni í gær. Hún hafði aftur á móti flogið með einkaþotu til borgarinnar og síðan var henni og fylgdarliði ekið í fjögurra limósíu bílalest, bifreiðum sem ganga fyrir eldsneyti.

Þegar um 100 metrar voru eftir á ráðstefnustaðinn, stigu ráðherrann og aðstoðarmenn út úr limósíunni og brugðu sér á rafmagnshjól og ferðuðust á þeim síðasta spölinn, í fylgd tveggja öryggisbifreiða.

Fjöldi manns hefur deilt myndbandinu og bent á sýndarmennsku og hræsni umhverfisráðherrans sem vill banna bifreiðar knúnar með eldsneyti.

Hér má sjá myndbandið:

 

Skildu eftir skilaboð