Þegar lítil ritskoðun verður stór

frettinGeir Ágústsson, Innlendar, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Ritskoðun yfirvalda á auglýsingum er mögulega bara lítil og krúttleg aðgerð sem allir sjá í gegnum og krókaleiðir finnast framhjá. Slík ritskoðun gefur tilgangslausum opinberum stofnunum svolítinn tilgang í lífinu og þær minna á tilvist sína. Að öðru leyti breytist ekkert: Fólk kaupir það sama og áður, í jafnmiklu magni og jafnoft.

En eins og fræ sem fær að spíra þá getur lítil ritskoðun stækkað og áður en menn vita af er búið að spretta upp stórt tré sem skyggir á alla sól.

Sem mjög alvarlegt dæmi má nefna einn af forsetaframbjóðendum hins vinstrisinnaða stjórnmálaflokks Demókrata í Bandaríkjunum. Hann er með allar réttu skoðanirnar á sköttum og velferðarkerfi og Gyðingum og minnihlutahópum en rangar skoðanir á lyfjagjöf og veiru. Hann þarf því að ritskoða og ófrægja.

Í íslensku samhengi má nefna samstarf hins opinbera og samfélagsmiðla um að kremja og fela rangar skoðanir á veirutímum. Ekki tókst að skrúfa fyrir birtingu aðsendra greina og lítilla bloggara eins og þess sem þetta skrifar en þar sem yfirvöld, samfélagsmiðlar og blaðamenn sem þykjast vera upplýstir (en eru miklu frekar ólæsir) réðu ferðinni þar tókst að keyra áfram heilaþvottinn og halda í skefjum gagnrýni og málefnalegu aðhaldi á þríhöfða.

Íslendingar þola greinilega ekki lýsingarorð í efstastigi, að löglegur neysluvarningur sé nefndur berum orðum og auðvitað ekki að heyra að sprauturnar vinsælu séu nú að stráfella unga og aldna úr allskyns líffærabilunum og sjúkdómum.

Ekki veit ég af hverju yfirvöld völdu að taka að sér hið mikilvæga hlutverk að vernda fullorðið fólk eins og þig fyrir orðum og skilaboðum og um leið stilla saman eins mikið og mögulegt er alla strengi til að moka þér í sprautuhallir og út úr þægilega bílnum þínum (en til vara í rafmagnsbíl, ef þú ert ríkur einstaklingur). Kannski það hangi veggspjald á göngum Alþingishússins eða Stjórnarráðsins þar sem stendur að ókjörnir Íslendingar séu fávitar.

En þegar ríkisvaldinu tekst að láta fræ spíra og sú spíra ekki tröðkuð niður um leið þá vex upp þyrnirunni sem grípur þig á endanum ef þú passar þig ekki.

(Þessi færsla var skrifuð á meðan höfundur naut nikótínpúða af tegundinni ace-X cool mint, keyptur í verslun Svens í Skeifunni.)

Skildu eftir skilaboð