Tilfinningar, málfrelsi og vestræn þjáning Svía

frettinErlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Sænska ríkið stendur frammi fyrir meiri ógn en nokkru sinni frá seinna stríði, segir sjálfur forsætisráðherra landsins Úlfur Kristersson.

Stór orð um ástand mála í rómuðu friðarríki Norður-Evrópu.

Ógnin er ekki ein heldur samverkandi þættir. Innflytjendaofbeldi vex, óvissa er um framgang Svía í Nató; leyniþjónustan afhjúpar hryðjuverkaáform íslamista.

Ógnin sem fær flestar fyrirsagnir er þó kóranabrennur á opinberum vettvangi. Kóraninn er helgirit múslíma. Þjóðir sem lífa eftir kenningum spámannsins krefjast aðgerða stjórnvalda gegn guðlastinu.

Sænska hefðin er sú vestræna. Guðlast er leyfilegt. Réttur til tjáningar trompar virðingu fyrir helgisiðum. Í múslímaríkjum er þessu öfugt farið, guðlast er dauðasök.

Brennumenn kóransins i´Svíþjóð eru tveir, já tveir, segir sænski ríkisfjölmiðillinn, SVT. Báðir eru aldir upp í íslamskri trúarmenningu, koma frá Írak.

Tvímenningarnir heita Salwan Momika og Salwan Najem. Salwan Momika kom til Svíþjóðar frá árið 2015. Salwan Najem er líka flóttamaður, kom til Svíþjóðar 1998 og fékk ríkisborgararétt 2005. Sá fyrri er hvatamaður en hinn hjálparhella.

Svíar rata í ógöngur með tjáningarfrelsið þegar múslímskir flóttamenn, sem fá hæli í Svíþjóð, taka upp á íkveikjum á kóraninum og valda milliríkjadeilu milli Svíþjóðar og múslímaríkja.

Ég hætti ekki bókabrennum fyrr en Svíar banna kóraninn, segir Salwan Momika í viðtalinu við sænska ríkisfjölmiðilinn og krefst lögregluverndar þar sem hann iðkar tjáningarfrelsið undir líflátshótunum.

Woke-hugmyndafræðin vestræna leyfir afturköllun mannréttinda og réttlætir atvinnu- og ærumissi þegar í hlut á einstaklingur sem særir tilfinningar annarra. Aðgerðasinnar beita woke og dæmi eru um að opinberir dómstólar taki undir, samþykki að móðgun eins réttlæti mannréttindamissi annars.

Sænsk stjórnvöld gætu í samstarfi við OIC, samtök múslímskra ríkja, tekið woke á Salwan Momika og framselt hann til múslímaríkis. En það verður vitanlega ekki gert þar sem dauðrefsing liggur við guðlasti í trúarmenningu íslam.

Einkaframtak tveggja múslíma í Svíþjóð bregður vandræðalegu ljósi á þróun vestrænnar menningar síðustu áratuga.

Skildu eftir skilaboð