Píratar og No borders – bandamenn glæpagengjanna

frettinInnlentLeave a Comment

Einar S. Hálfdánarson hæstaréttarlögmaður skrifar:

Ég birti grein í síðustu viku um flóttamenn, hælisleitendur og aðra útlendinga. Viðbrögðin hafa verið mikil. Morgunblaðið er sem sé enn mikið lesið! En ástandið er miklu, miklu verra en ég hugði. Útlendir glæpamenn, Sómalir, Palestínumenn og Albanir eru farnir að hóta lögreglumönnum lífláti og fjölskyldum þeirra. „Við getum komist að hvar þú þú átt heima“ (sem reyndar ætti að vernda lögreglumenn gegn líkt og í öðrum löndum). Svo fylgja enn alvarlegri hótanir. Af hverju leitar lögreglan til mín, en ekki til þingmanna sinna? Skammist ykkar þingmenn VG, Viðreisnar og Samfylkingar. Skammist ykkar gagnvart fjölskyldum lögreglumannanna. Skömm ykkar varir að eilífu, fram yfir gröf og dauða.

Biskup Íslands

Nú hafa 23 lögaðilar gert kröfu um að lögbrot verði umborin á Íslandi. Ekki kom mér á óvart að sjá Agnesi Sigurðardóttur eða Rauða krossinn á lista yfir þá sem eindregið vilja brjóta lög. Að sjá Hjálpræðisherinn sem ég hef alltaf stutt tala um fólk „á flótta“ með No Borders samtökunum er mér þung byrði. No Borders vilja einmitt það sem þau segja. Þá hættir íslensk þjóð og íslensk tunga að vera til. Það yrði eitt mesta menningarslys sögunnar. Menningarlausa liðiðí í 101 hefur enga tilfinningu fyrir því.

Lesið það sem Óttar Guðmundsson skrifar um nýja vinstrið.

Hvað er að íslenskum blaðamönnum?

Útvarpsstjóri er fyrrum lögreglustjóri. Hann þakkaði mér persónulega fyrir stuðning við lögregluna þegar að henni var ráðist í bankahruninu. Því miður virðist hann álíta að hann hafi bara skipt um lið (eins og úr KR í Víking) þegar hann fór úr lögreglunni í RÚV. Engin frétt hefur enn verið birt í íslenskum fjölmiðli um landtöku erlendra glæpagengja. – Hvað er að íslenskum blaðamönnum? Hvað amar að ykkur? Hafið þið alls enga siðferðiskennd? Alls enga líkt og „blaðamenn“ Heimildarinnar?

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 22.8.2023

 

Skildu eftir skilaboð