Takmarkanir á málfrelsi samkynhneigðra á Íslandi vekja athygli erlendis

frettinErlent, Geir Ágústsson, Innlent, ÞöggunLeave a Comment

Um daginn héldu Samtökin 22, hagsmunasamtök samkynhneigðra, málþing á Íslandi og fór það vel fram þrátt fyrir mikil mótmæli lítils hóps aðgerðasinna, aðallega á samfélagsmiðlum. Tókst aðgerðasinnum meðal annars að stuðla að því að fundasalir sem búið var að bóka undir málþingið voru á seinustu stundu afbókaðir og ýmsar ástæður bornar á borð fyrir því. Um það er fjallað nánar um í yfirlýsingu Samtakanna 22 og víðar.

Þessi tilraun til að þagga niður í hagsmunasamtökum samkynhneigðra hefur nú vakið athygli erlendra fjölmiðla. Breska blaðið The Times birti nýlega frétt um þetta mál, og óhætt er að segja að hún beri málstað málsfrelsis á Íslandi ekki góðan vitnisburð. Blaðamaðurinn tekur saman nokkur atriði málsins og ber saman við mikla sundrung í Bretlandi á milli hagsmunasamtaka samkynhneigðra og aðgerðasinna þar í landi sem hefur jafnvel leitt til átaka. Vonandi enda opin skoðanaskipti ekki í neinu svipuðu á Íslandi.

Það er greinilega ekki lengur auðsótt fyrir frjáls félagasamtök á Íslandi að halda málþing. Ísland er þar með komið á skuggalega vegferð sem sækir fordæmi í myrkari tímabil í sögu menningar okkar.

Skildu eftir skilaboð