Fréttatilkynning frá Samtökunum 22 – Hagsmunasamtökum Samkynhneigðra

frettinEldur Ísidór, InnlentLeave a Comment

Eftirfarandi fréttatilkynning barst frá Samtökunum 22:

Kæru fjölmiðlar,

Þann 3. ágúst sl. sendum við ykkur öllum fréttatilkynningu þess efnis að fyrsta málþing Samtakanna 22 – Hagsmunasamtaka Samkynhenigðra yrði haldið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Ísland, laugardaginn 12. ágúst sl.  Við erum tiltölulega nýstofnuð samtök, en við vorum stofnuð í febrúar 2022.

Síðan þá hefur mikið verið ráðist á okkur einhliða í sumum fjölmiðlum og á lokuðum vefsvæðum,  og við sökuð um að vera hatursfull, transfóbísk og margt fleira í kjölfarið að við skrifuðum umsögn til Alþingis um svokallað bælingarmeðferðarfrumvarp og vegna þess að við erum andvíg transferli barna.

Þetta var ein helsta ástæðan fyrir málþinginu okkar í síðustu viku og þetta tilkynnt ykkur í fréttatilkynningu.

Eftir að viðburðurinn var auglýstur í Þjóðminjasafninu fór af stað atburðarrás sem ætti að valda öllu lýðræðissinnuðu fólki (og fjölmiðlum) áhyggjum.

Þjóðminjasafn Íslands segist hafa gert mistök eftir þrýsting frá trans aðgerðasinnum, og ákveða að vanefna samning sinn um leigu á fyrirlestrarsal sínum til Samtakanna. Þrátt fyrir tilraunir lögfræðings okkar gekk ekkert eftir að fá þessa virtu ríkisstofnun til þess að efna samninga sína og standa vörð um tjáningar-, skoðana-, og fundafrelsið.

Þess vegna  höfum við ráðið Evu Hauksdóttir til þess að gæta hagsmuna félagsins í málarekstri við Þjóðminjasafn Íslands.

Samtökin ´78 og aðgerðasinnar þeim tengdum hafa frá stofnun félags okkar sakað okkur um að vinna gegn réttindum transfólks og ekki gera neitt er snertir réttindi samkynhneigðra.

Þetta er rangt og við vísum þessu á bug.

Efni málþingsins er nú allt aðgengilegt á vef okkar Málþingið 2023 — Samtökin 22 (samtokin22.is)

Einnig bendi ég á yfirlýsingu okkar á Twitter og Faceboook er varðar viðbrögð okkar við atburðarrás síðustu helgi.

(9) Samtökin 22 -Watchdog for LGB rights Iceland on X: "Statement in English: Please share Please help https://t.co/Vqsrw9Gu6P" / X (twitter.com)

(9) Samtökin 22 -Watchdog for LGB rights Iceland on X: "Yfirlýsing frá Samtökunum 22 https://t.co/YrhFzdSh4K" / X (twitter.com)

Við viljum koma því á framfæri að okkur þykir miður að sjá birtingarmynd 21. aldar hómófóbíu svo kerfislæga í íslensku samfélagi og þá sér í lagi í fjölmiðlun.

Við vonum innilega að fjölmiðlar velji ekki einungis að fagna hinum yfirborðskennda fjölbreytileika, heldur einnig fjölbreytileika skoðanna og gagnrýnnar hugsunar.

Virðingarfyllst,

Eldur Ísidór
Formaður

Skildu eftir skilaboð