Helga Vala veðjar á hælisiðnaðinn

frettinInnlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar endurnýjar lögmannsréttindi sín, segir í frétt á Vísi. Líklega sér þingmaðurinn viðskiptatækifæri í hælisiðnaðinum. Ferðaskrifstofur flytja fólki til landsins sem sækja um hæli og fá við það lögmannsþjónustu sem greidd er af ríkinu.

Stallsystir Helgu Völu, Arndís Anna Pírataþingmaður, stökk á tækifæri til að leika tveim skjöldum. Tilfallandi blogg frá í vor:

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þingmaður Pírata úthlutar almannagæðum, ríkisborgararétti, til skjólstæðinga sinna sem kaupa af þingmanninum lögfræðiþjónustu. Arndís Anna stundar einkarekstur sem lögfræðingur og færir skjólstæðingum sínum íslenskan ríkisborgararétt sem þingmaður.

Einkahagsmunir lögfræðingsins eru að skapa verðmæti fyrir kaupendur þjónustu. Þingmaðurinn skaffar þau gæði. Þegar lögfræðingurinn og þingmaðurinn eru einn og sami einstaklingurinn, Arndís Anna, er á ferðinni spilling í sinni tærustu mynd.

Helga Vala gefur enga skýringu á endurnýjun réttinda. ,,Helga Vala vildi ekki tjá sig um málið," segir í fréttinni á Vísi. Þingmennska gengur út á að tala í tíma og ótíma, jafnvel um mál sem viðkomandi hefur ekkert vit á. Þingmaður sem vill ekki tjá sig hefur vanalega eitthvað að fela.

Skildu eftir skilaboð