Læknahópur varar við sjúkdómum og dauða næstu áratugi vegna mRNA bóluefnisins

frettinCovid bóluefni, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Sjúkdómar og dauðsföll af völdum covid bóluefnisins geta haldið áfram að hafa áhrif á milljónir manna næstu áratugina. Læknahópurinn að baki sænska læknaákallinu telur það vera niðurstöður nýrrar læknaskýrslu sem birtist nýlega í Radiology (sjá pdf að neðan).

Sænski lækna- og rannsóknarhópurinn að baki læknaákallinu segir, að svokölluð Covid-bóluefni geti verið svo hættuleg, að þau valdi „sjúkdómum og dauða“ koomandi áratugi. Vísar hópurinn til nýrrar vísindalegrar rannsóknar. Læknaákallið skrifar á X:

„Þeir sem hafa fengið tvo skammta af Pfizer eða Moderna mRNA bóluefni gegn Covid-19 og hafa engin einkenni hjartavöðvabólgu eru með marktækt hærra magn af glúkósalíka efninu FDG í hjartanu, sem bendir til hjartabólgu, samkvæmt nýlega birtri niðurstöðu japanskrar rannsóknar.”

„Þetta er tilkomumikið og ákaflega sorglegt. Það eru því ekki aðeins þeir sem hafa greinst með hjartavöðvabólgu sem eru með áverka á hjartanu. Margar aðrar rannsóknir benda til þess að þessir bólgusjúkdómar séu alvarlegri eftir Covid-bólusetningu en venjuleg hjartavöðvabólga. Veikindi og dauðsföll vegna þessara eiturefna eru því líkleg til að halda áfram í marga áratugi meðal milljóna manna.“

Læknaákallið hefur einnig nýlega haldið því fram„samsett áhrif séu þau, að bóluefnið sé mjög banvænt eitur.“ Sjá X neðar.

Skildu eftir skilaboð