Þrenn baráttusamtök standa fyrir friðsamlegum mótmælum: „Stöðvum stríðið gegn börnum“

frettinErlent, Innlent, MótmæliLeave a Comment

Stöðvum stríðið gegn börnum, er yfirskrift friðsællar mótmælagöngu sem fer fram um allan heim á morgun.  Þrenn baráttusamtök standa fyrir göngunni hér á landi,  það eru Samtökin 22, Foreldrar og verndarar barna og Stöðvum klámvæðingu barna. 

Í tilkynningu frá samtökunum kemur fram að mótmælin gangi út á að vekja athygli á klámvæðingu barna í samfélaginu, grunnskólarnir hafa verið mikið gagnrýndir að undanförnu fyrir kennslugögn sem að snúa að þessu.

Mótmælin eru heimsviðburður sem fer fram á sama tíma í mörgum löngum, þar sem milljónir samanlagt munu mótmæla á sama degi. Samskonar samtök hafa jafnframt verið stofnuð víða um heim.

Lagt verður áherslur á að fjölmenna á móti:

  • Róttækri kynlífsnámskrá barna
  • Kynjahugmyndafræði
  • Klámvæðingu barna
  • Foreldraútilokun
  • Hormónablokkerum barna

Mótmælaganga byrjar kl.13 á Hlemmi og verður gengið að Hörpu og endar gangan á Austurvelli.

Foreldrar barna í grunnskólum eru sérstaklega hvattir til að mæta og sýna samstöðu fyrir börnin.

Hægt er að melda sig á viðburðinn hér.

Skildu eftir skilaboð