Skuggi Hamas yfir Úkraínu

frettinErlent, Páll Vilhjálmsson, Stríð3 Comments

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Fjöldamorð Hamas í Ísrael 7. október varpar skugga á Úkraínustríðið. Málstaður Hamas fær margfalt meiri stuðning á vesturlöndum en Selenskí og Úkraína geta nokkru sinni gert sér vonir um.

Hamas vill eyða Ísraelsríki. Á vesturlöndum eru stórir hópar vinstrimanna sömu skoðunar og hafa óspart látið hana i ljós síðustu þrjár vikurnar. Ekki þarf að spyrja að hollustu múslíma á vesturlöndum við málstað Hamas. Fjöldagöngur og mótmæli eru til marks um pólitískt bandalag vinstrimanna og múslíma gegn Ísraelsríki.

Úkraína fékk aldrei, og mun aldrei fá, viðlíka stuðning og Hamas.

Án stuðnings vesturlanda mun Úkraína tapa stríðinu við Rússa fyrr en ella. Ekki er lengur talað um í vestrinu að veikja Rússa heldur koma í veg fyrir að Rússar hirði það land af Úkraínu sem þeir kjósa.

Margfalt fleiri hafa fallið í Úkraínu en í Ísrael og á Gaza-ströndinni. Lægri mörkin á samanlögðu mannfalli í sléttustríðinu eru 300 þúsund, þau efri tvöfalt hærri. Í landinu helga er tala látinna örfá þúsund. Hermenn deyja einkum í Austur-Evrópu en óbreyttir borgarar í landi Jesú.

Deilur Ísraelsmanna og araba sem kenna sig við Palestínu eru linnulitlar frá stofnun Ísraelsríkis fyrir 75 árum. Í landinu helga rekast á þrír trúar- og menningarheimar. Kristni og gyðingdómur annars vegar og hins vegar íslam.

Stórir hópar veraldlegra vinstrimanna á vesturlöndum styðja múslíma. Ekki vegna trúarsannfæringar. Í fyrsta lagi er um að ræða andstyggð á vestrænum menningararfi. Í öðru lagi ofbeldisrómantík. Sveittir strákar með hríðskotariffil í langt-í-burtu-landi höfða til vestrænna dekurrófa sem dýfa helst ekki hendi í kalt vatn. Hamas í dag, Che Guevara fyrir hálfri öld.

Úkraínustríðið er aftur kristileg hjaðningavíg slavneskra bræðraþjóða með vestrænni íhlutun. Engin rómantík þar, aðeins dauði langdrægra vopna. Sléttustríðið hefur ekki trúarlega og menningarlega afsökun deilnanna fyrir botni Miðjarðarhafs.

Vangá, að ekki sé sagt hroki, er ástæða Úkraínustríðsins. Vestrinu stafaði engin hætta af rússneskri útþenslu. Ráðandi öfl á vesturlöndum drógu ranga lærdóma af endalokum kalda stríðsins. Sigurinn yfir kommúnismanum var ekki ávísun á vestræn heimsyfirráð, líkt og sumir héldu. Innbyrðis mótsagnir felldu kommúnisma fremur en vestrænir yfirburðir.

3 Comments on “Skuggi Hamas yfir Úkraínu”

  1. Árás Hamas var hvorki hryðjuverk né fjöldamorð, heldur einstaklega vel heppnuð hernaðaraðgerð enda 70% af þeim látnu annaðhvort hermenn eða tengdir Idf a einn eða annan hátt, getur verið að Ísraeladyrkun ykkar a þessum annars fína miðli sé tilkomin vegna bibliubókstafstrúar Möggu litlu? Það skín eilitið i gegn , en Ísrael Rotschilds er ekki hið rétta Ísrael heldur glæpaland þar sem rasismi og ofbeldi er falið undir merkjum zionismans, fjöldamorð hafa verið framin a Palestinufólki i 70 ár og ekki lata eins og þið vitið það ekki, eðlilega vill folkið þarna lozna við þetta hernaðarríki sem hikar ekki við að bomba sjukrahús og flóttamannabuðir, varla haldiði að fólk þar sætti sig við vibbann an þess að sla tilbaka?

  2. Hegel’s Dialectics.
    Undarlegt að Magga og Fréttin co skuli falla svona einfaldlega fyrir Hinu síendurtekna „thesis antithesis synthesis“
    Allt brauð og sirkus í boði Valda Elítunar
    Er annars skársti íslenski fréttamiðillin eins og er þrátt fyrir

  3. Páll, hægri öfgamaðurinn samur við sig í lofsöng morðingjana í Ísrael. Skautar léttilega yfir þá staðreynd að Ísrael kallaði þessa hegðun yfir sig. Kemur ekki á óvart að helsti kjölturakki Samherja skuli styðja morð á börnum sem ekki eru kristinn eða úr gyðingdóm.

Skildu eftir skilaboð