Samtök fáránleikans: Íran tekur við formennsku í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna

frettinErlent, Innlent, Jón Magnússon1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Í dag tekur Íran við formennsku í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ).Fátt sýnir betur hvers konar samtök fáránleikans SÞ eru. Íransstjórn beitir morðsveitum á ungt fólk,sérstaklega konur, sem neita að hylja hár sitt og þjóðernisminnihluta. Fjöldi ungs fólks og almennra borgara hefur verið drepið vegna baráttu fyrir grundvallarmannréttindum. 

Afganistan var kosið í nefnd SÞ um jafnrétti kynjana á sama tíma og stúlkur í Afganistan fá ekki að ganga í skóla eða ráða klæðaburði sínum.

Kommúnistaríkið Norður Kórea er risastórt fangelsi þar sem borgararnir eru sviptir mannréttindum,samt lagði N.Kórea til og fékk samþykkta tillögu á þingi SÞ um að fordæma Ísrael fyrir meinta hörku lögreglu við mótmælendur. 

SÞ eru í hugum margra mikilvæg og merkileg samtök. Það er því miður liðin tíð. Samtökin hanga helst saman á því að krefjast peninga af Evrópu og Bandaríkjunum og fordæma Ísrael. Af 25 tillögum sem komu fram hjá SÞ árið 2022 gegn þjóðríkjum, beindust 13 gegn Ísrael,oftast að ástæðulausu. 

SÞ var stofnað á grundvelli hugmynda um frið og mannréttindi þ.á.m. að komið yrði í veg fyrir þjóðarmorð á Gyðingum. 

Upphaflegur tilgangur er gleymdur. Bandalög múslimaríkja og ýmissa annarra einræðisríkja mynda meirihluta á þingi SÞ og það eina sem virðist sameina þennan hóp er hatrið á Ísrael og ná sem mestum peningum frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Svona geta hlutirnir breyst í andhverfu sína. Stundum var sagt sem brandari um fáránleika, að gera Dracula að bankastjóra blóðbankans. Nú er það ískaldur veruleiki, að í dag tekur Íran við forustu Mannréttindanefndar SÞ.

Þegar áður góð samtök breytast í samtök fáránleikans er bara eitt að gera. Að láta þau sigla sinn sjó eins og sagt var forðum:

"Mér og mínum að meinalausu.

One Comment on “Samtök fáránleikans: Íran tekur við formennsku í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna”

  1. Þetta er nú fáranleg og barnaleg skrif hjá þér Jón!

    Iran hefur alveg söma rétt og önnur ríki að taka við formennsku í mannréttindarnefnd Sameinuðu þjóðanna þótt okkur hugnist ekki hvernig þeir hátta sínum málum í sínu landi, það bara kemur okkur ekki við frekar enn að þeir skipti sér af því hvernig við hugsum og högum okkur í okkar landi.

Skildu eftir skilaboð