Hóta að efna til allsherjarstríðs gegn Ísrael á öllum vígstöðvum

frettinErlent, Gústaf Skúlason, StríðLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah, mun halda ræðu í dag föstudag 3. nóvember sem beðið er með í eftirvæntingu í múslímska heiminum. Samkvæmt fréttum í arabískum fjölmiðlum ætlar hin öfluga sveit sjía-múslima í Líbanon – ef ekki verður gert tafarlaust vopnahlé á Gaza – að efna til fullrar herkvaðningar til allsherjarstríðs gegn Ísrael á öllum vígstöðvum.

Hassan Nasrallah hefur fyrir milligöngu sáttasemjara sent Bandaríkjunum úrslitakröfu um vopnahlé á hernaðaraðgerðum Ísraela í Gaza fyrir lok dagsins í dag.

Krefjast vopnahlés fyrir miðnætti

Þetta fullyrðir kúveiska dagblaðið Al-Jarida og vitnar í íranska diplómatíska heimildarmenn, að því er Tass greinir frá. Hezbollah nýtur stuðnings og er náinn bandamaður Írans. Það hefur vakið mikla athygli að leiðtogi Hezbollah skuli halda ræðu í dag en hann kemur sjaldan fram opinberlega.

Samkvæmt heimildum mun Nasrallah krefjast þess í ræðu sinni að krafan um vopnahlé verði uppfyllt fyrir miðnætti í kvöld. Að öðrum kosti mun Hizbollah bregðast við

„með almennri herkvaðningu sjía-eininga til stríðs gegn Ísrael og hefja hernaðaraðgerðir gegn Ísrael úr öllum áttum.“

Hisbollah æsir til allsherjarstríðs til að afmá Ísrael af landakortinu

Að sögn Al-Jarida hafa leiðtogar Hezbollah komist að samkomulagi við Esmail Qaani, yfirmann Quds-sveitar íranska byltingarvarðliðsins, sem kom til Beirút, höfuðborgar Líbanons, á þriðjudaginn. Samkvæmt heimildum blaðsins hafði Qaani áður varða æðsta þjóðaröryggisráð Íran við því, að svæðisbundnir bandamenn Teheran gætu tapað stuðningi almennings „ef þeir tækju ekki þátt í baráttunni til að styðja palestínsku þjóðina.“

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur áður krafist vopnahlés á Gaza en Ísraelar hafa tilkynnt, að vopnahlé sé ekki á borðinu enn þá af þeirra hálfu.

Skildu eftir skilaboð