Trump heitir því að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Kosningar2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Donald Trump, fyrrverandi forseti, sagði mannfjöldanum á Frelsisráðstefnu Repúblikanaflokksins í Flórída á laugardag, að hann væri eini frambjóðandinn sem myndi koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina. Margir andstæðingar Trumps, í báðum flokkum, virðast ákafir ætla að koma Bandaríkjunum í annað stríð í Miðausturlöndum.

Í ræðu sinni sagði Trump að „milljónir manna“ væru enn á lífi ef það hefði ekki „verið svindlað” í kosningunum 2020. Hann sagði:

„Þegar þið hugsið um það, hversu mikilvægar kosningarnar eru, þá værum við með milljónir manna á lífi núna. Ef ekki hefði verið svindlað í kosningunum, þá væri þetta fólk á lífi. Úkraína, Ísrael – Árásin hefði aldrei verið gerð. Allt þetta fólk væri á lífi.”

„Ég gef ykkur þetta loforð sem forseti ykkar og enginn annar getur sagt þetta: Ég mun endurheimta frið með styrkleika. Já, ég er sá eini sem mun koma í veg fyrir 3. heimsstyrjöldina – vegna þess að við erum mjög nálægt 3. heimsstyrjöldinni.”

Trump varar stöðugt við því, hversu nálægt við erum komin að þriðju heimsstyrjöldinni. Þegar forsetinn fyrrverandi talaði í Cedar Rapids, Iowa, í síðasta mánuði, sagði hann:

„Við erum nær þriðju heimsstyrjöldinni en við höfum nokkru sinni verið. Þetta verður ekki stríð þar sem skriðdrekar hersins fara fram og til baka. Þetta verður stríð með vopnum sem þessi heimur hefur aldrei séð áður … ég veit það. Ég veit það betur en nokkur annar.”

Samkvæmt nýrri könnun CBS News telja flestir Bandaríkjamenn, að Trump sé betri í að halda Bandaríkjunum frá stríði en Biden.

The Hill greinir frá: Þegar kemur að því, hvort Bandaríkjunum verði haldið utan við stríð í náinni framtíð, þá höfðu kjósendur meira traust á Trump en Biden til að halda landinu frá stríði. 43% kjósenda sögðu að líkurnar á að Bandaríkin myndu blanda sér í stríð myndu minnka ef Trump ynni kosningarnar á næsta ári, en 39% sögðu að líkurnar myndu aukast undir stjórn Trumps.

49% kjósenda sögðu, að ef Biden tæki við forsetaembættinu árið 2024, þá myndu líkurnar á því að Bandaríkin færu í stríð aukast. 23% sögðu. að líkurnar myndu minnka undir forystu Biden. 23% töldu að ekkert myndi breytast ef hann yrði endurkjörinn.

2 Comments on “Trump heitir því að koma í veg fyrir þriðju heimsstyrjöldina”

  1. Er þetta ekki maðurinn sem mannvitsbrekkurnar og áróðurs skítadreifarnir Samúel á Vísi og Kristján á DV voru að drulla yfir alla daga meðan hann var í embætti?

Skildu eftir skilaboð