Neyðarstigi lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur

frettinInnlendar3 Comments

Neyðarstigi hefur verið lýst yfir í Grindavík og eru Almannavarnir búnar að fyrirskipa að rýma bæinn strax.

Grindavík verður rýmd og neyðarstig almannavarna hefur verið virkjað, mikilvægt er að svæðið sé rýmt með yfirveguðum hætti, segir í tilkynningu Almannavarna:

  • RÝMING - ALLIR íbúar á Grindavíkursvæðinu.
  • Rýmið svæðið með yfirveguðum hætti, þetta er ekki neyðarrýming.
  • Skráning fer fram í síma 1717 og í fjöldahjálparstöðvum í Íþróttahúsinu Sunnubraut Reykjanesbæ - Kórnum - Vallaskóla.
  • Ef þú þarft aðstoð vegna rýmingar þá skal mæta í Íþróttamiðstöð Grindavíkur eða hringja í 112.

Hér má sjá rýmingaráætlun fyrir Grindavíkurbæ sem almannavarnir gáfu út fyrr í vikunni:

3 Comments on “Neyðarstigi lýst yfir í Grindavík og bærinn rýmdur”

  1. Ætli blessuðum stjónvaldaidiótunum takist að flytja eða bjarga Bláa lóninu sem lagt hefur verið höfuð áherslu á að bjarga?

    Það leit nú lengi út fyrir það að það væri meira aðkallandi enn fólkið í Grindavík sem ætti að vera í 100% í forgangi!

  2. Hér sýna frjálsu og óháðu fjölmiðlanir Vísir og DV sitt rétta andlit í umræðunni um rýminguna í Grindavík

    https://www.dv.is/frettir/2023/11/11/skammadi-dominos-fyrir-studninginn-vid-grindvikinga-og-fekk-yfir-sig-holskelfu-af-gagnryni-grjothaltu-svo-kjafti-og-slokktu-svo-simanum/

    Af hverju í anskotanum eru þessir miðlar að ráðast á ummæli einhverns kjána út í bæ?

    Ég gerði það að gamni mínu að sýna vinnufélögum mínum hér í Færeyjum þessa tvo miðla, þeir hlógu að bullinu sem þar er fjallað um og skrifað á þessum miðlum. Hér í Færeyjum er ekki verið að fylla huga fólks af bulli um ónýt djúnka og athyglissjúklinga sem hafa það að atvinnu að taka myndir af sjálfum sér og segja frá öllu því hversdagslega sem þetta lið gerir.

Skildu eftir skilaboð