Breskur blaðamaður upplýsir um hrottaverk Hamas í árásinni á Ísrael

frettinErlent, Stríð1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Douglas Murray er íhaldssamur breskur rithöfundur og blaðamaður. Hann heimsótti nýlega landamæri Gaza og kom fram í beinni útsendingu á „Talk TV” með Piers Morgan. Morgan reyndi að taka frjálshyggjusjónarmið á Hamas-árásirnar og Douglas Murray veitti honum og áhorfendum alvarlega áminningu um þann hrylling sem birtist í árásum Hamas á Ísrael.

AMAC greinir frá: Áður fyrr var Murray þekktur fyrir að hafa skrifað frábæra texta um hrun Evrópu og vestrænnar siðmenningar. Hann er einnig góður rökræðumaður og reyndar svo snjall, að Jordan Peterson, sem er einn af stofnendum Bandalags almennra borgara, hefur boðið honum að ferðast um heiminn til að segja frá viðburðum í beinni…

Douglas Murray var nýlega í viðtali hjá Piers Morgan sem starfaði um tíma sem þáttastjórnandi á CNN. Þegar Douglas fékk spurninguna um ákall Obama forseta um vopnahlé og ráðstafanir til að vernda „saklausa“ íbúa Gaza, þá benti Douglas á ljótan sannleikann: Arabaþjóðin á Gaza er jafnvel verri en nasistar Hitlers í Þýskalandi. Morðingjar Hitlers urðu að drekka sig fulla á kvöldin til að reyna að gleyma daglegum morðum á gyðingum. Sumir nasistar skömmuðust sín eitthvað og reyndu að fela glæpi sína. En þegar líkinu af 23 ára þýsku ísraelskri konu, Shani Louk, var var ekið um Gaza á opnum pallbíl eftir að hafa verið ítrekað nauðgað og síðan myrt, þá fögnuðu íbúarnir böðlunum sem hetjum og hræktu á líkið.

Rabbi Shmuel Reichma ber saman hryðjuverk nasista og Hamas. Hann skrifar á X (sjá að neðan):

„Hamas er algjör andstæða. Þetta ER þeirra gildismat. Til að byrja með, þá verðlauna þeir dauða, morð, nauðganir, sjálfsvígsverkefni og allt sem er gegn grundvallargildum og sannleikanum. Atburðirnir þann 7. október voru ekki þeir síðustu… þetta ER markmið þeirra. Þeir eru ímynd þeirrar illsku sem við höfum aldrei áður augum litið.”

Hér að neðan má sjá viðtal Piers Morgan við Douglas Murray. Eldflaugar flugu yfir og rufu næstum viðtalið:

One Comment on “Breskur blaðamaður upplýsir um hrottaverk Hamas í árásinni á Ísrael”

Skildu eftir skilaboð