Guðmundur Karl Snæbjörnsson(Kalli Snæ) læknir, hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna rangfærslna Landlæknis og sóttvarnarlæknis, varandi boðun í Covid-19 bólusetningar.
Í kvörtuninni segir:
„Vil í upphafi erindis míns minna á eftirfarandi er varðar störf embættismanna innan sjórnsýslunnar, hér átt sérstaklega við störf landlæknis og sóttvarnalæknis, sem samkvæmt 20. gr. stjórnarskrárinnar unnu eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni og þeim ber að virða lög og verja almannahag.
Einnig að samkvæmt 14. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ber starfsmanni að rækja starf sitt með alúð og samviskusemi í hvívetna. Hann skal gæta kurteisi, lipurðar og réttsýni í starfi sínu. Hann skal forðast að hafast nokkuð það að í starfi sínu eða utan þess sem er honum til vanvirðu eða álitshnekkis eða varpað getur rýrð á það starf eða starfsgrein er hann vinnur við.
Ofangreint felst í almennu orðalagi um störfum okkar sem lækna og annarra embættismanna ríkisins og um slíka og gildir það einnig um embætti landlæknis, jafnvel hægt að segja jafnvel umfram mörg önnur embætti stjórnsýslunnar því varðar það dýrmætasta í lífi okkar allra, líf og heilsu okkar heill almannaheilsunnar, og að farið sé að bestu vísindum á hverjum tíma heilsu og lífi allra til heilla. Mikilvægi að slíkt sé haft í heiðri þarf vart að margmælast út af heldur sem auðsæu og sjálfsögðu leiðarljósi aðgerða embættislækna ríkisins.
Tel ljóst að alvarlegur brestur sé um að ræða í embættisfærslum og aðgerðum landlæknis hvað þetta varðar og skal reyna að skýra mál mitt í eins stuttu máli og kostur á, í annars flóknu máli útfrá forsendum vísinda, ekki óskhyggju eða pólitískrar afstöðu eða annarlegrar hugmyndafræði eins og embætti landlæknis virðist hafa viðhaft.“
Guðmundur Karl gerir kröfu um að embættið leiðrétti tafarlaust alvarlegar rangfærslur embættisins sem birtar eru á heimasíðu þeirra.
„Embættið hefur ekki lagt fram nein vísindi fyrir fullyrðingum sínum, sem eru á skjön við staðreynd í vísindi.“
Kalli segir að í besta falli sé um stjórnsýsluleg afglöp að ræða og í versta falli vísvitandi og alvarlegar og villandi rangfærslur - Annað hvort gert af fákunnáttu vísinda innan embættisins eða ótrúlegri fáfræði.
„Varla skal þeim ætlað að gert af hreinni íllmennsku þó afleyðingarnar megi túlka á þá vegu vegna mögulegra skaðleika þeirra.“
Rangar staðhæfingar embættisins eru settar fram með þeim hætti að gæti skaðað heilsu og líf almennings ef almenningur fer að ráðum og hvatningu embættisins,“ segir í kvörtuninni.
Guðmundur lætur fylgja rannsókn Ioannidis sem var birt í október 2020, mánuði áður en niðurstöður Pfizer lágu fyrir þann 18. nóvember 2020 - Rannsókn sú gerð á tugum þjóðfélaga og nær því yfir hundruði miljóna íbúa. Er að finna í þeirri rannsókn tíðnitölur áhættu af Covid 2020 sem set inn á mynd (bls 6) í " andsvar mitt í stuttu máli" - sem sýnir hverfandi áhættu fyrir heilbrigða einstaklinga af Covid undir 70 ára og hættulaust heilbrigðum börnum, segir í kvörtuninni.
Infection fatality rate of COVID-1937 inferred from seroprevalence data. John P A Ioannidis. Publication: Bulletin of the World Health Organization; Type: Research Article ID: BLT.20.265892 Page 1. 14 October 2020.
Kvörtun Kalla Snæ í heild sinni til Umboðsmanns Alþingis má sjá hér neðar:
2 Comments on “Kalli Snæ læknir hefur sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna vegna rangfærslna í boðun C19 bólusetninga”
Flott Kalli og vonandi verður eitthvað gert í þessu
Þetta kom út í dag á X rásinni .. https://twitter.com/VelzenRemco/status/1727030567407964662