Fráfarandi innanríkisráðherra kennir Rishi Sunak um svikin loforð í innflytjendamálum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Fyrir nokkrum dögum bárust þær fréttir, að búið væri að reka Suella Braverman, innanríkisráðherra Bretlands. Ástæðan á að vera sú, að hún sakaði lögregluna um að vera of lina gagnvart palestínskum og and-ísraelskum múg, sem lagði undir sig götur og torg. Í bréfi sem hefur verið birt opinberlega (sjá X að neðan), þá sakar Braverman Rishi Sunak forsætisráðherra fyrir getuleysi og vanhæfni til að takast á við innflytjendastrauminn til landsins. Rishi Sunak hafði áður lofað bresku þjóðinni, að hann myndi gera það.

Í grein sem birtist í síðustu viku gerði Suella Braverman athugasemd við slaka meðferð lögreglunnar gagnvart „hatursgöngum“ Hún benti á, að lögreglan hunsaði afbrot í sambandi við skrílslæti. Braverman hefur áður verið með eftirtektarverðar yfirlýsingar, m.a. um stefnuna í innflytjendamálum. Hún nýtur vinsælda meðal íhaldssamari arms Íhaldsflokksins.

Hún er ekkert að skafa af hlutunum í opnu bréfi sínu til Rishi Sunak, forsætisráðherra. Braverman skrifar fyrrum yfirmanni sínum, að hann hafi ekki aðeins brugðist þeim loforðum sem hann gaf henni persónulega heldur einnig þeim loforðum sem gefin voru almenningi.

Lofaði að minnka fólksinnflutninginn

Braverman á að hafa samþykkt tilboð Sunak um að gerast innanríkisráðherra eftir að hann fullvissaði hana um, að hann myndi skuldbinda sig til að framkvæma nokkur af forgangsverkefnum hennar eins og að minnka löglegan fólksinnflutning. Sunak er einnig sagður hafa lofað að taka Bretland út úr lögsögu alþjóðlegra stofnana eins og Mannréttindadómstóls Evrópu til að geta stöðvað þá ólöglegu flóttamenn sem koma til landsins á bátum yfir Ermarsund. Sunak á einnig að hafa lofað að gefa út „skýrar lögbundin leiðbeiningar“ til skólakerfisins um hvað eigi að kenna um kynskiptingar.

„Mistókst”

Braverman skrifar:

„Þér hefur greinilega og ítrekað mistekist að standa við hvert eitt einasta af þessum helstu stefnumálum. Annað hvort þýðir greinilegur stjórnunarstíll þinn, að þú ert ófær um það. Eða – eins og ég verð örugglega að álykta núna, að þú ætlaðir aldrei að standa við loforðin sem þú gafst.”

„Við lofuðum bresku þjóðinni þessu í stefnuskrá okkar 2019 sem leiddi til stórsigurs. Fólk kaus um þetta í Brexit-atkvæðagreiðslunni 2016.”

Bréfið má lesa í heild sinni hér að neðan:

Skildu eftir skilaboð