Arnar Sverrisson skrifar:
Árið 1979 uppgötvaðist merkilegur bæklingur eða skjal. Það ber heitið „Hljóðlát vopn í kyrrlátu stríði“ (Silent Weapons for Quiet Wars). Í skjali þessu má finna leiðarvísi um hjarðstjórnun og valdarán úrvals sjálfskipaðra leiðtoga, sem ríkja skal yfir hinum lægra settu sem þrælar væru. Þetta er eins konar aldarfjórðungsafmælisrit kalda stríðsins, hins kyrrláta stríðs (Quiet War). Áhersla er lögð á hæfileika höfunda til að skoða mannlegt samfélag af hlutlægum kulda.
Sænski fræðimaðurinn, Jacob Nordangaard, hefur skrifað um þetta frábærar greinar. Ég endursegi þær að hluta.
Í skjalinu er marga gullmola að finna. Dæmi:
„Öll vísindi eru eiginlega leið að markmiði. Leiðin er þekking. Takmarkið er stjórnun. Þetta snýst um eitt aðalatriði: Hver nýtur góðs?
Beita efnahagsverkfræði (economic engineering) sem þöglu vopni gegn fjöldanum
Í skjalinu er tekið fram, að alheimsúrvalið hafi ákveðið, þegar árið 1954, að beita efnahagsverkfræði (economic engineering) sem þöglu vopni gegn fjöldanum. Á fundi þessara aðilja, þýsk/hollenska konungssonarins Bernhard Lippe-Blesterfield (1911-2004), Pólverjans Józef Hieronim Retinger (1888-1960) og David Rockefeller (1915-2017), hjá Bilderberg félaginu, voru lögð drög að áætlun þessa efnis. Bilderberg félagið er eitt nokkurra samtengdra auðvaldsfélaga, sem hafa heimsyfirráð á stefnuskrá sinni. (Sjá um Rómarklúbbinn síðar.)
Það kemur varla á óvart, að Zbiniew Brzezinski (1928-2017), aðalhugmyndafræðingur bandarískrar utanríkisstefnu, hafi verið um borð. Hópurinn ræddi einnig nauðsyn þess að stofna Evrópusambandið.
Þeir tveir síðastnefndu voru einnig potturinn og pannan við stofnun „Þríhliða ráðsins“ (Trilateral Commission - Tricom), sem einkum hefur sýslað með stefnumótun Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Suðaustur-Asíu.
Höfundar umrædds skjals ályktuðu í þá veru að ráða mætti af lögmálinu um val hinna hæfustu, að þjóðir eða heimsþegnar, sem notuðu ekki greind sína, væru ekki hótinu skárri en greindarsnauð dýr.
Því væri upplagt að ásælast auð hinna óöguðu og óábyrgu, svo hinir öguðu, ábyrgu og þóknanlegu, gætu skipulagt efnahagslíf, sem stýra mætti og spá fyrir um.
Þrælahald er nauðsynlegt til að öðlast taumhald að einhverju marki
„Þess háttar þrælahald er nauðsynlegt til að öðlast taumhald að einhverju marki, varðveita frið og skapa næði fyrir yfirstéttarstjórnendur.“
Þetta væri sömuleiðis forsenda þess að skapa einokun á orku, hráefnum, vöru og þjónustu. Gagnger þekking á öllum þáttum efnahagslífsins væri nauðsynleg. Slík þekking auðveldaði fyrstu árás og getuna til að beina heimsefnahagnum inn á æskilegar brautir.
Fólk skyldi lokkað inn í útfærð stýringarkerfi. Fyrst yrði að afsiða fólkið með blekkingum, svo það sætti sig við breytingar, t.d.:
Að rugla það í ríminu; spilla andlegu atgervi; bjóða lélega opinbera menntun.
Að ýfa tilfinningar, auka sjálfselsku, tilfinningamiðun og þörf fyrir líkamlegar athafnir.
Að endursemja sögu og löggjöf svo leiða mætti fólk á glapstigu og láta það beina sjónum frá einstaklingbundnum þörfum að ytri gerviþörfum.
Þáttur í þessari viðleitni er „að leysa fjölskylduna rækilega upp, svo ríkismenntun og ríkisdagvistun verði algengari og bundin í lög, svo hefja mætti aðskilnað barna frá móður og föður snemma á æviskeiðinu.“
„Þegar svo er komið má spá fyrir um áföll í framtíðinni og stýra af ásettu ráði. Samfélagið mun þá lúta reglubundinni stjórn með tölvustýrðu félagsbókhaldi. Það munu einstaklingar líka vera. Fylgst verður með þeim gegnum notkun greiðslukorts (credit card) og auðkennis (tattooed body number).
Microsoft og Rockefeller stofnuðu til samvinnu um Auðkenni2020
Microsoft og Rockefeller stofnuðu til samvinnu um Auðkenni2020 (ID2020 Alliance). Upplýsinga yrði einnig aflað í sjúkraskýrslum, jafnvel þótt það sé ekki alltaf löglegt. Greind munu viðbrögð við alþjóðlegum áföllum.
Alþjóðlegar kreppur á sviði umhverfis, samfélags og alheimsefnahags, verða leystar úr læðingi við farsóttir, umhverfisuppnám, fjármagnsbyltur, umsvifamikil hryðjuverk (macro terrorism) og olíuþurrð. Almenna reglan er sú, að því meira sem uppnámið er, því meiri er gróðavonin. Leiðin er að skapa kreppur og bjóða svo lausn við þeim.
Kreppurnar hafa í raun verið mýmargar á nefndum sviðum. Frá og með árásinni á turnanna 2001, að veirukreppunni og stríðunum í Úkraínu og fyrir botni Miðjarðarhafs, hafa þær verið þrettán að tölu. Þar á meðal: Lestarsprenging í Madrid 2004; sprengingar í Lundúnum 2005; fellibylurinn Katrína og flóð í Evrópu 2005; Orkukreppa 2008; fæðukreppa 2008; alþjóðleg fjármagnskreppa 2008; svínaflensufarsótt 2009-10; flóttamannakreppa 2015 og plastmengunarkreppa hafanna 2017.
Um þessar mundir er markvisst starfað að því að skapa umhverfiskreppur eins og bruna, nýjar veirur eru tilbúnar til dreifingar og stríð eru háð. Úkraínustíðinu er að mestu lokið, stríðið í Miðausturlöndum er hafið og undirbúið er stríð við Kína. Blásið er nýju lífi í flóttamannastrauminn – einkum til höfuðs evrópskri menningu.
Í Úkraínu skal þó berjast til síðasta Úkraínumanns. Það verður Ísraelum og Taiwanbúum hugsanlega einnig boðið að gera. Bandaríkjamenn og Bretar (Nató) beina nú flutningi hergagna til Vestur-Asíu og hafa sent hermenn á vettvang eins og í Úkraínu. Og áfram er fitlað við loftslagið.
Fyrrgreint Þríhliðaráð (stofnað 1973) lagði strax áherslu á mannfjölgunarvandann með skírskotun til bókar þýska læknisins og Nóbelsverðlaunahafans, Paul Ralph Erlich (1854-1915) og bandaríska líffræðingsins, Anne (Fitzhugh) Howland Erlich (f. 1933), „Mannfjöldasprengjunnar“ (The Population Bomb) og skýrslu Rómarklúbbsins (The Club of Rome), „Takmörk vaxtarins“ (The Limits of Growth). David Rockefeller var ein af aðalsprautunum í þeim góða félagsskapi.
Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun (UN Conference on Environment and Development) fylgdi svo í kjölfarið 1972. Áfallanna var ekki lengi að bíða. Árin 1973 og aftur 1979 voru samfélögum veraldar greidd olíuhöggin. Þessi rothögg voru aðdragandinn að stofnun ráðs ríkustu þjóða heims, G7 (Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Japan, Bandaríkin og Bretland. Evrópusambandið hefur áheyrnaraðild).
Samhæfing áfallaáróðurs var makalaus
Umhverfisverndarhreyfingar sáu dagsins ljós, kjarnorku var mótmælt, frumsýnd var kvikmyndin „Kína heilkennið“ (The China Syndrome) árið 1979 og tólf dögum síðar varð kjarnorkuslysið á Þriggja mílna eyju (Three Mile Island).
Sameinuðu þjóðirnar sofnuðu heldur ekki á verðinum. Ráð undir forystu fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Brundtland (f. 1939), beindi athyglinni að umhverfisvandanum og lagði grundvöllinn að kenningunni um sjálfbærni. Skilgreind var þörf almennings fyrir leiðsögn og vernd úrvalsins, sem búið hafði vandann til. Aðferðafræðin er siðlaus, þekkt af vettvangi mafíunnar.
Þríhliða ráðið réð hollenska prófessorinn, Pieter Winsemius (f. 1942), árið 1991, til skrifa skýrslu með titlinum „Handan við víxltengsl: Samhæfing efnahags heimsbyggðarinnar og umhverfis (Beyond Interdependence: The Meshing the Worlds Economy and the Worlds Ecology). Formála skrifar enginn annar en kunningi okkar, David Rockefeller.
Nú var kominn skriður á þróunina. Í Ríó de Janeiro var haldin, árið 1992, „Heimkringluráðstefna“ (Earth Summit). Í kjölfar hennar var samþykkt á vegum Sameinuðu þjóðanna „Áætlun 21“ (Agenda for the 21st Century).
Heimkringluráðstefnunnar samþykkt á aldamótaárinu
Alþjóðayfirlýsing Heimkringluráðstefnunnar var samþykkt á aldamótaárinu. Þar með var treystur grundvöllur að stjórnunarkverkataki Sameinuðu þjóðanna, þ.e. leiðsögn og tilskipanir um mannfjöldastjórnun í veröldinni.
Í Heimkringluráðinu (Earth Charter Commission) sátu Beatrix drottning af Hollandi, dóttir konungssonarins, Bernhard, undir forystu höfðingja frá Rómarklúbbnum, kanadíska viðskiptajöfursins, Maurice Frederick Strong (1929-2015) og Mikhail Gorbachev (1931-2022), fyrrverandi aðalritara Ráðstjórnarríkjanna. Rocekfellættin sendi Steven Rockefeller, bróðurson David. Maurice starfaði einnig sem varaaðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Hann var aðalsprautan á umhverfissviði þeirra.
Rockefellerættin hefur stutt markvisst við þróun tæknilegra og fræðilegra grunnstoða nefndrar áætlunar eins og stýrifræði (cybernetics) bandaríska stærðfræðingsins, Norbert Wiener (1894-1964), og Rannsóknaráætlun í hagfræði (Harvard Economic Research Project) á sviði félagsverkfræði (social engineering). Gervigreindarrannsóknir voru einnig dyggilega studdar, svo og tölvurannsóknir og fyrirtæki á því sviði. Grundvöllur var lagður að Silicon Valley.
Í kjölfar alþjóðlegu fjármagnskreppurnar, sem áður var drepið á, varð til félagsskapurinn, G20 (tuttugustu ríkustu þjóðir heimsins). Hlutverk hans er að stjórna samvinnu á sviði efnahagsmála, svo og kreppustjórnun. Líta má bæði á G7 (sjö ríkar þjóðir) og BRICS sem meðhjálpara. BRICS er nýlegur vettvangur þrettán þjóða, stofnaður af Brasilíu, Rússlandi, Indlandi, Kína og Suður-Afríku. Alheimsefnahagsráðinu (World Economic Forum) hefur verið falið það verkefni að annast hugmyndafræði, framkvæmd og verkstjórn, í samvinnu við Sameinuðu þjóðirnar. Lykillinn er samþætting stjórnmála og einkarekstar (public-priviate partnership) og rekstur ungliðaskóla ráðsins, „Ungra heimsleiðtoga.“ Þeim er síðan þröngvað (penetrate) inn í ríkisstjórnir víða um heim.
Alheimsefnahagsráðið lýsti yfir fjórðu iðnbyltingunni árið 2015. Sjálfbærniáætlun Sameinuðu þjóðanna 2030 og Parísarsáttmálinn um loftlagsbreytingar, komu í kjölfarið.
Í júní 2019 gengu svo Sameinuðu þjóðirnar og Alheimsefnahagsráðið í eina sæng saman og undirrituðu samkomulag um að styðja við fyrrgreinda áætlun. Áætlunin er samhljóma frumdrögum 5.0 áætlunar G20 frá sama ári. (Sjálfstæð aðildarríki eru þó 19: Argentína, Ástralía, Brasilía, Kananda, Kína, Frakkland, Þýskaland, Indland, Indónesía, Ítalía, Suður-Kórea, Mexíkó, Rússland, Sádí Arabía, Suður-Afríka, Tyrkland, Bretland og Bandaríkin. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (International Monetary Fund) og Alþjóðabankinn (World Bank) taka einnig þátt, Evrópusambandið og Afríkusambandið (African Union) hafa áheyrnaraðild.)
Áætlun um fimmtu gerð mannlegs samfélags, einkennist af gervigreind, vélmennum og ofurgagnavinnslu – vitaskuld í þágu almúgans. Um er að ræða fimmtu „byltinguna.“ Samkvæmt þessari hugsun markast þróun samfélagsgerðar mannkyns af (1) veiðimannasamfélagi, (2) landbúnaðarsamfélagi, (3) iðnaðarsamfélagi og (4) upplýsingasamfélagi. Áætlunargerð aðiljanna þriggja er samhæfð.
Á árinu 2020 var svo áætlun covid-19 hleypt af stokkunum, eftir vandlegan undirbúning. Hún var aðdragandi að boðun „Hinnar miklu endurræsingar“ (The Great Reset), sem felur í sér „uppbyggingu til hins betra“ (build back better) og breytinga á alþjóðlegum stofnunum, svo þær mættu henta 21. öldinni.
Fyrsta stóra verkefnið var að umbylta Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization) og Sameinuðu þjóðunum eins og leggur sig, samkvæmt nýrri „Sameiginlegri áætlun“ (Our Common Agenda) frá 2011.
Þetta felur m.a. í sér (1) allsherjar stafrænuvæðingu (Global Digital Compact) sem grundvöll fyrir (2) gagnasöfnun og greiningu í greiningarmiðstöðvum (Futures Lab Network). (3) Þess verður gætt, að fólk misbjóði ekki náttúrunni, (4) taki ábyrgð á gjörðum sínum, (5) haldi i heiðri réttar skoðanir og (6) stundi ekki ólöglega starfsemi. Aukin heldur mun verða komið á laggirnar stofnun til að bregðast við alþjóðlegri neyð. G20, Sameinuðu þjóðirnar og fjármagnsstofnanir, munu fá yfirstjórn með fjármálum heimsins.
Endanlega munu þjóðir heims leggja blessun sína yfir þessar áætlanir á Framtíðarráðstefnu á næsta ári (2014), nema, segja höfundar umrædds skjals, að yngri fræðimenn sjái afleiðingar þeirra áætlana, sem lögð voru drög að í Harvard 1948.
Þar segir ennfremur, að hætt sé við, að almenningur fái þetta að vita. „… það mun að miklu leyti ráðast af, hversu vandlega okkur tekst að ritskoða fjölmiðla, spilla menntun og beina athygli fólks að einskisnýtri dægradvöl.“
Sú spurning hlýtur óhjákvæmileg að vakna eins og áður, þegar skjal með heitinu, „Svo mæltu hinir vísu öldungar frá Zíon“ (Öldungaskjalið), kom fyrir almenningssjónir, fyrst í Rússlandi, síðar í Vestur-Evrópu, hvort skjalið sé falsað. Þar má lesa eins konar leiðarvísi að alheimsyfirráðum Gyðinga. Kanadíski sagnfræðingurinn, Matthew Ehret, segir það falsað í þeim tilgangi að kynda undir ofsóknum á hendur Gyðingum. Vel kynni svo að vera.
En óneitanlega hefur höfundur Öldungaskjalsins reynst sannspár um megindrætti þróunarinnar í framtíðinni, nema það vitaskuld, að einungis sé um Gyðinga að ræða í forystusveit auðjöfra og áhrifamanna á þeirra vegum.
En er fyrstnefnda skjalið, sem er um fjörutíu árum yngra en Öldungaskjalið, og lýsir í grófum dráttum sams konar framtíðarþróun, falsað? Svo kynni að vera, þó ekki samkvæmt útgefenda, að fenginni umsögn nokkurra sérfræðinga. Ei heldur samkvæmt bandaríska efna- og stærðfræðingnum, Hartford van Dyke (f. 1940).
Hann segir skjalið ritstýrt moð úr verkum höfunda úr ýmsum áttum, viðurkennt í grein rússneska hagfræðingsins og Nóbelsverðlaunahafans, Wassily Wassilevitch Leontief (1905-1999), árið 1980, um þróun efnahags heimsins. Vinna við samningu skjalsins stóð í rúmt ár, frá 1978 til 1979.
Hartford segir: „Stríð var umfjöllunarefnið. Þess vegar fjallar skjalið (bæklingurinn) um viðhorf siðleysingja, sem boða stríð, og ala á fyrirlitningu í garð almennings.“
Fleiri tilvísanir með greininni má finna hér.