Hvað er þetta CO2 sem á að drepa okkur?

frettinInnlent, Loftslagsmál, Þröstur JónssonLeave a Comment

Þröstur Jónsson skrifar:

Inngangur

Varla líður sá dagur að ekki séu sagðar fréttir af hamfarahlýnun sem ku stefna í óefni vegan aukins útblásturs koltvíildis (CO2) frá starfsemi okkar mannanna. Eitthvað fer tveim sögum af vísindalegum staðreyndum sem styðja slíkar hamfaraspár og allar fyrri hrakspár í þeim efnum hafa ekki gengið eftir.

Þessi grein er sú fyrsta í greinaflokki mínum sem mun fjalla um „sökudólginn“, gastegundina CO2 sem fæstir virðast gera sér grein fyrir hversu mikilvæg er lífi okkar hér á jörðinni. Jafnvel æðstu ráðamenn okkar í þessum málaflokk hafa opinberað algjöra vanþekkingu sína í þessum efnum. Sameinuðu Þjóðirnar er sú stofnun sem mest rekur áróður fyrir hamfarahlýnun. En því miður hefur sú sama stofnun játað að hún telji sig „eiga vísindin“ og stjórna ráðandi netmiðlun til að halda skoðunum sínum framar öðrum. Því er óráðlegt að leggja trúnað á gögn þeirrar stofnunar sem þannig hindrar framgöngu gagnrýnnar hugsunar í vísindum  og kyndir undir hlutdrægu upplýsingaflæði, skoðunum sínum til framdráttar.

En segja ekki 97% vísindamanna að kenningin um hamfarahlýnun af völdum CO2 útblásturs sé rétt?
Um þessa fölsku staðhæfingu og fleiri fjallar hinn þekkti rithöfundur og rannsóknarblaðamaður Mark Steyn ítarlega í bók sinni „A Disgrace to the Profession“. Lesa má stuttan úrdrátt um þetta hér.
Það er ekki rétt nálgun að gera rannsókn/skoðanakönnun þar sem menn ætla sér að ná fram ákveðinni niðurstöðu fyrir fram. Það var gert þegar þessi 97% upphrópun var búin til.

Við verðum því að leggja í eigin rannsóknarvinnu til að fá rétta mynd af ástandinu.

Greinarnar verða alls 26. Hver þeirra fjallar  stutt um eina staðreynd varðandi CO2 með grafískri framsetningu og tilvitnun í heimildir ef menn vilja lesa sig frekar til.

Lofthjúpur jarðar

Þurrt loft lofthjúpsins samanstendur 99% af tveim gastegundum köfnunarefni (N2, 78%) og súrefni (O2, 21%) auk snefil-gastegunda eins og argon (Ar, 0,93%) koltvísýringur (CO2, 0,04%), helíum, neon ofl. Við þetta bætist svo gróðurhúsalofttegundin vatnsgufa (H2O) sem getur numið allt að 5% rúmmáls.

Hvað er þetta koltvíildi (CO2)?

CO2 er snefilefni í lofthjúpnum aðeins um 0,04% af þeim lofttegundum sem í honum eru. CO2  er mælt í „Particles Per Million“ (ppm) sem er 421ppm í dag. Til að skilja þessa einingu betur má segja í þessu tilfelli að sama sem merki sé milli 1 ppm og einum hundraðasta hluta (1/100) úr prósenti.

Af þessum 0,04% er talið að  11% til 33% sé tilkomið af útblæstri manna allt eftir því hvernig menn reikna. En gildi allt niður í 3% hafa heyrst.

Algeng gildi fyrir CO2 innan húss er 800 til 2500 ppm. Ekki er talið að magn CO2 sé skaðlegt fyrr en það fer yfir 3000 til 5000 ppm.

CO2 er lífsnauðsynleg fæða fyrir allar grænar plöntur á jörðinni sem binda kolefnið (C-ið) en skila frá sér súrefninu (O2) úr CO2 sameindinni. Því meira CO2 því hraðar og meira vaxa plöntur, sem er ástæða þess að því er gjarnan dælt inn í gróðurhús til að auka vöxt plantna.

Næsta grein

Í næstu grein minni mun ég fjalla stuttlega um lækkun CO2 í lofthjúpnum síðustu 140 milljón árin frá 2500 ppm niður 280 ppm árið 1850 en 421ppm í dag nærri hungurmörkum plantna (ca. 150ppm) sem við öll þrífumst á.

Varpað verður fram spurningunni hvort við höfum verið að nálgast hamfara skort á CO2, áður en útblástur af völdum manna hófst að nokkru ráði og bjargað okkur frá allsherjar hungursneyð og seinkað komandi jökulskeiði.

Höfundur er MSc í rafmagnsverkfræði
og starfar við þróun tæknilausna til að bæta loftgæði innanhúss.

 

Skildu eftir skilaboð