Jón Magnússon skrifar:
13. nóvember samþykkti Alþingi með ógnarhraða lög um vernd mikilvægra innviða á Reykjanesskaga. Engar skilgreiningar eru í lögunum hvað átt er við með innviðum eða almannahagsmunum, en svo virðist sem átt sé við að heimila skurðgröft ýmiskonar og byggingu varnargarða um veitumannvirki.
Margt er athyglisvert við þessa lagasetningu, en það þó helst, að í öllum asanum og látunum við að koma þessum lögum á koppinn, datt engum þingmanna í hug, að það væri líka mikilvægt að byggja vörn fyrir fólk ekki síður en innviði.
Íbúar í Grindavík munu ekki geta búið heima hjá sér um ófyrirsjáanlega framtíð. Vonandi verður það stutt, en engin veit á þessari stundu hver framtíð byggðar í Grindavík verður. Meðan á því stendur er brýn nauðsyn að Alþingi setji lög og reglur sem tryggi sem best stöðu íbúa Grindavíkur og möguleika þeirra á að komast í mannsæmandi húsnæði og aðstöðu sem fyrst.
Hér er mikill fjöldi ólöglegra innflytjenda, sem hafa fengið húsnæði, fæði, klæði, læknisaðstoð og meira að segja farsíma á kostnað skattgreiðenda vegna fráleitrar löggjafar. Nánast undantekningarlaust er þetta fólk ekki raunverulegir flóttamenn.
Nú þurfum við á öllu okkar að halda til að tryggja mannsæmandi kjör íslenskra ríkisborgara í neyð. Þessvegna liggur beint við að setja lög, sem loka landinu algjörlega fyrir svonefndum hælisleitendum ótímabundið meðan við búum við það neyðarástand sem nú hefur skapast og flytja þá sem hér eru ólöglega af landi brott þegar í stað.
Við erum í vanda og verðum því að taka til okkar ráða og hætta að henda peningum skattgreiðenda í rugl eins og hælisleitendur þar sem meir en 99% eru á fölskum forsendum.
Það er nefnilega aldrei nóg til eins sumir hafa hafa haldið fram. Þannig hefur ríkisstjórnin stolið peningum úr hamfarasjóðum til að fjármagna dekur sitt við ólöglega innflytjendur og fleiri ónauðsynleg verkefni og reynt með því að fela framlög og kostnað.
Við verðum að beina öllum okkar krafti að því að fólkið í Grindavík njóti alls hins besta. Þau eiga það skilið.
5 Comments on “Fólk innviðir og svonefndir hælisleitendur”
Það að fjármagna varnir fyrir fyrirtæki í einkaeigu er mesta siðleysið í þessu öllu saman. Þessi fyrirtæki hafa skilað miklum hagnaði á undanförnum árum og eigendurnir eiga að borga brúsann sjálfir. Ef hlutirnir væru þannig að það þyrfti að bjarga virkjuninni vegna öryggisaðstæðna og að eigendurnir gætu ekki borgað kostnaðinn þá á ríkið að taka 100% yfir virkjuninna.
Það er sennilega ljóst að fjármunum hefur verið stolið úr hamfarasjóðum sem er náttúrulega grafalvarlegt og ættu þeir sem bera ábyrgð á því að fá þunga dóma!
Að fjármagna varnir fyrir íslensk fyrirtæki sem koma að innviðum fyrir íslendinga er að mínu mati réttlætanlegt, en að sjúga fjármuni úr hamfarasjóðum okkar og útdeila til erlenda ríkisborgara eru landráð er varðar fangelsi.
Mörður, það getur verið réttlætanlegt ef fyrirtækið er í eigu þjóðarinnar, ekki þegar fyrirtækið er í einkaeigu, það er syðlaust þar sem eigendurnir eru búnir að draga að sér arð upp á fleiri milljarða í gegnum árin. Þjóðin á ekki að taka ábyrgð á þessum eiganda svínum hvort sem fyrirtækin heita Bláalónið, HS orka eða WOW air.
Innviðir þjóðarinnar eiga ALDREI að vera í einkaeigu.
Við erum heimsmeistarar í því að byggja kerfi sem þjónar ríka fólkinum í þeim tilgangi að mjólka samfélagið
almenningur á Íslandi er leiguliðar bankana, mjög fáir eignast húsnæði yfir höfuðið á sér nánast allir fara úr einu láni yfir í annað eða borga mannskæða háa leigu undir raskatið á sama hópnum sem er búinn að slá eign sinni á flesta innviði landsins í boði spilltra stjórnvalda. Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar fólk vill kjósa nýja stjórn, enn hvað er í boði, sama ruslið. Við eru búin að fara hringinn í pólitíska landslaginu frá hruni og allt draslið er eins, það þíðir ekkert að mótmæla því það virkar heldur ekki, það eina sem er eftir er sóðalegt valdarán, það þurfa svolítið margir hausar að hverfa.
Ísland er einhvert mesta sóða og spillingabatterí í Evrópu ásamt vinunum í Úkraínu.
SVEIATTANN!!!
Svo sammála síðasta ræðumanni Ara Óskars..
Vel skrifað hjá Ara Ó