Jón Magnússon skrifar:
Samkomulag hefur náðst um nokkurra daga vopnahlé á Gaza og 50 af 230 gíslum Hamas samtakanna verði skilað. Hvað með hina gíslana 180? Eru þeir e.t.v. ekki gíslar lengur heldur lík. Varnarlaust fólk, myrt af Hamas án þess að siðferðispostular vinstrisins á Vesturlöndum og harðlínufólksins í Háskóla Íslands sem undirritaði stuðningsyfirlýsingu við Hamas hafi nokkuð við það að athuga.
Hvernig skyldi annars standa á því, að þrátt fyrir að Hamas liðar hafi byggt um 500 kílómetra af neðanjarðargöngum þar sem hryðjuverk eru skipulögð, þá hafi þeim ekki komið til hugar að byggja loftvarnarbyrgi eða annan varnarviðbúnað fyrir almenning. Er það ekkert sem veldur háskólafólkinu afvegaleidda, sem skrifaði undir Gyðingahatursyfirlýsingu Semu Erlu Serdar í HÍ neinum vökum.
E.t.v. ekki frekar en, að Hamas skuli vera með stjórnstöðvar undir sjúkrahúsum m.a. sjúkarhúsinu sem barist hefur verið við og um undanfarna daga, sem og skólum og leikskólum, þar sem almennir borgarar eru notaðir til að verja vígamenn Hamas og nota það í áróðursstríði sínu til að afvegaleiða fólk á Vesturlöndum.
Hvernig skyldi standa á að skriffinnum haturslista Semu Erlu Serdar skuli ekki hafa hugað að því, að Ísraelsmenn hafa aldrei meinað rýmingu af sjúkrahúsum á Gaza. Þvert á móti hafa þeir hvatt til rýmingar og að almenningur yfirgefi átakasvæði. Það hafa Hamas liðar hinsvegar iðulega komið í veg fyrir til að fá skjól af sjúklingum og óbreyttum borgurum.
Í Úkraínu er háð styrjöld þar sem rúmlega 300 þúsund ungir menn hafa verið drepnir og fjöldi óbreyttra borgara. Mun fleiri en á Gaza. Hvernig skyldi standa á því að engin gerir athugasemd við það og Háskólafólk skuli ekki sjá neina ástæðu tli að tjá sig um þau ósköp á meðan það hatast út í Gyðinga sem eru að reyna að tryggja tilverurétt sinn og öryggi eigin borgara í Ísrael með því að ganga á milli bols og höfuðs á hryðjuverkaliði Hamas.
Við erum epli sögðu hrútaberin og það sama virðist eiga við um fólkið í HÍ sem skrifaði undir hatursyfirlýsingu Semu Erlu gegn Ísrael.