Jólaboðskapur Sameinuðu þjóðanna: Hættið að borða kjöt – annars mun jörðin loga

frettinErlent, Gústaf Skúlason, Loftslagsmál2 Comments

Gústaf Skúlason skrifar:

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri sósíalista SÞ, hefur að undanförnu hneggjað geggjuðum yfirlýsingum um að heimurinn sé á leiðinni til helvítis og það sé mannfólkinu að kenna að jörðin muni stikna í vítislogum. Núna hefur hann hafið trúboðsherferð gegn kjöti og glæpavætt bestu vini mannkyns frá upphafi: búfénaðinn. Nýjasta yfirlýsing Guterres og Sameinuðu þjóðanna er sú, að allur heimurinn verði að hætta að borða kjöt. – Annars!…Annars mun jörðin brenna upp í vítislogum. Vesalings Grýla. Leppalúði er í felum og hún kemst ekki með tærnar þar sem Guterres hefur hælana.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur birt leiðarvísir fyrir matvælaframleiðslu jarðar í framtíðinni vegna alþjóða loftslagsráðstefnunnar COP28 í Dubai. Þar er hvergi að finna kjöt sem matvöru framtíðarinnar.

Hættið að borða kjöt …. Annars….!

Umfram allt erum það við í hinum vestræna heimi sem verðum að skipta yfir í annan mat, segir FAO. Tillaga um það sem á að koma í staðinn og hefur verið útskýrt á breiðum grundvelli undanfarið eru skordýr. Við eigum að borða pöddur í stað kjötsins. Einhverra hluta vegna hefur sá boðskapur ekki náð að festast á neinum antilópuhraða hjá breiðum hópi neytenda í heiminum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun sendir því SOS til Bandaríkjanna um að leggja niður alla nautgriparækt til kjötframleiðslu. Ef Bandaríkin verði ekki í fararbroddi til að afnema kjötframleiðslu sem aðrir munu taka eftir í vestræna heiminum…..ÞÁ MUN JÖRÐIN FARAST Í HAMFARAHLÝNUN!

Matur verði númer eitt í heimsendaáróðrinum

Hingað til hefur áherslan á grænu umskiptin einkum beinst að orkuöflun og flutningsbransanum. Núna ætla SÞ að breyta til. Næsta stóra verkefnið er að fá fólk til að borða minna kjöt og meira af pöddum. Að lokum verður kjöt afnumið eða hreinlega bannað sem mannafæða.

Samtök loftslagsaðgerðasinna á sviði fjárfestinga eins og FAIRR hafa þegar einbeitt sér að grænum umbreytingum matvælageirans. Jaremy Coller, formaður FAIRR, fagnar því, að alþjóðlegar ákvarðanir verði teknar til að þvinga neytendur til að breyta matarvenjum sínum. Að nota rök og frjáls samskipti gengur „allt of hægt.” Coller telur, að það þurfi að færa verkefnið um „afnám kolefnis vegna kjötframleiðslu í efsta sæti listans yfir svæði sem eru „í neyðarþörf“ vegna loftslagsbreytinganna.” Hann bindur miklar vonir við, að stjórnmálaelítan sem núna flýgur á einkaflugvélum sínum til Dubai til að ákveða hvernig við hin eigum að lifa, muni líka ákveða það sem okkur verður leyft að hafa á matardiskum framtíðarinnar.

FAO boðar „víðtæka meðhöndlun” á öllum landbúnaði og boða miklar breytingar á þeirri undirstöðugrein í heiminum. Því er haldið fram, að meintar loftslagsbreytingar muni hafa í för með sér óútreiknanlegar breytingar á veðurfari og því eigi bændur að undirbúa sig fyrir vond veður með óþekktum fjárfestingarkostnaði.

Kjötát sagt valda þriðjungi allrar losunar

Kaveh Zahedi, framkvæmdastjóri loftslagssviðs FAO, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku, að hann sjái „samverkandi ávinning að setja matvælaframleiðslu meira í kastljós loftslagsbreytinga en verið hefur hingað til.” Samkvæmt útreikningum aðila sem ekki eru ekki algjörlega hlutlausir og birtist í tímaritinu Nature Food, þá er losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði þriðjungur heildarlosunar. Hana má minnka um helming ef fólk hættir að framleiða og borða kjöt.

SÞ hafa í langan tíma beðið jarðarbúa að sniðganga kjöt með vísan til þeirra skaðlegu áhrifa sem kjötátið er sagt hafa á plánetuna okkar. Bráðum getur það, sem hingað til hefur verið valkostur, breyst í alþjóða bann.

Bændur engin „loftslagsillmenni”

Innan landbúnaðarins í Bandaríkjunum kyngja bændur því illa að vera glæpavæddir sem loftslagsillmenni. Þeir hafa þegar gripið til víðtækra aðgerða til að draga úr losun og bera í dag aðeins ábyrgð á 1,4% allrar losunar á heimsvísu. Þeir vara við því, að auknar lagaheimildir SÞ muni leiða til gjaldþrots margra bænda í stað loftslagsbóta. Framleiðslutapið mun verða bætt upp af öðrum löndum sem fylgja ekki loftslagssjónarmiðum og hafa mun meiri losun en önnur lönd.

Þar að auki vara þeir við því, að þetta séu lönd sem er ekki alltaf treystandi með einræðisstjórnum. Þau gætu notað matvælaframleiðslu sem þrýstingstæki og stöðvað útflutning. Bændur segja að slík áhætta sé ekki takandi fyrir það að tryggja að jarðarbúar fái mat í magann. Taka þeir bandaríska svínabændur í dag sem framleiða þrisvar sinnum meira af svínakjöti en áður með sömu loftslagslosun. Losun frá nautakjötsframleiðslu hefur einnig minnkað verulega.

Í Bandaríkjunum standa demókratar og Biden-stjórnin með SÞ gegn matvælaframleiðendum í landinu. Repúblikanar hafa tekið þveröfuga afstöðu (sjá myndband að neðan) og því má búast við að málið gæti orðið næsta stóra deiluefni í bandarískum stjórnmálum.


2 Comments on “Jólaboðskapur Sameinuðu þjóðanna: Hættið að borða kjöt – annars mun jörðin loga”

  1. Þau eru öll ýmindunarveik, þau þurfa nauðsynlega á hjálp að halda án gríns. Ekkert að því sem þau segja stenst vísindalega umræðu um málefnið þess vegna kemur þetta cult saman með e-a fáránlega frasa og klappa hvort öðru á bakið í eigin sjálfsréttlætingu. Þau myndu aldrei nokkurn tímann fara í kappræður um þetta því þau yrðu jörðuð í beinni. Þetta er stórfurðulegur andvísindalegur sértrúarsöfnuður sem er stórhættulegur öllu mannkyni.

Skildu eftir skilaboð