Úkraína sprengdi járnbraut Rússlands til Kína

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Árásarmenn sendir af öryggisþjónusta Úkraínu, sprengdu Severomujski-göngin í austurhluta Rússlands seint á fimmtudagskvöld að staðartíma. Þetta er haft eftir úkraínskum heimildarmönnum samkvæmt Politico. Járnbrautargöngin eru ekki aðeins mikilvæg fyrir Rússland heldur einnig fyrir Kína.

Um klukkan hálf ellefu á fimmtudagskvöldið byrjaði að kvikna í flutningalest með dísiltönkum á leið í gegnum Severomujski-göngin í Síberíu. Framkvæmdir við göngin hófust á áttunda áratugnum og þeim lauk árið 2003 með jarðgöngum í gegnum Severomuj fjöllin, sem er fjallgarður með tinda yfir 2.500 metra að hæð. Sem hluti af Baikal-Amur járnbrautinni er hún mikilvægur tengill fyrir járnbrautarumferð milli Rússlands og Kína.

Rússneska ríkislestarfyrirtækið RZD vísaði eldsvoðanum í fyrstu á bug sem slysi af völdum óvænts skammhlaups. Slökkviliðsbílar voru sendir á staðinn og lestarumferð beint á aðra leið, sem ekki fer um göngin „með aðeins lengri ferð.“

Úkraína: Við sprengdum göngin

Aðeins eftir nokkrar klukkustundir sögðu úkraínskar heimildir hins vegar, að eldurinn væri afleiðing úkraínskrar árásar. Úkraínskur embættismaður segir í samtali við Politico, að fjórar sprengjur hafi verið sprengdar, þegar flutningalestin fór í gegnum göngin:

„Þetta er eina almennilega tengingin á milli Rússlands og Kína. Núna er þessi tenging lömuð en Rússar hafa meðal annars notað leiðina til herflutninga.”

Það er ekkert leyndarmál, að úkraínskir ​​skemmdarverka- og hryðjuverkahópar eru starfandi í Rússlandi. Ef þeir standa á bak við árásina á Severomujski-göngin – 6000 kílómetra frá austurlandamærum Úkraínu – þá er það í nýjum mæli.

Rússar hefja rannsókn á hryðjuverkum

Síðdegis á föstudag greindi rússneska dagblaðið „Kommersant” frá því, að rannsókn sé hafin á hryðjuverkaglæp „óþekktra aðila“ vegna eldsins í um 15 kílómetra löngum göngunum.

Andrey Gurulyov meðlimur rússneska þingsins „dúmunnar” krefst „risavaxins öryggiskerfis“ fyrir rússnesku járnbrautirnar. Severomujski-göngin eru þegar með strangt öryggiskerfi með eftirlitsmyndavélum, vörðum, skynjurum og sérstökum hliðum sem aðeins eru opnuð, þegar lestir fara í gegnum göngin. Greinilega dugði það ekki í þetta skiptið.

Eldurinn í Severomujski-göngunum vekur einnig athygli í Kína. Baikal-Amur járnbrautin er mikilvæg flutningaleið fyrir landið, vegna þess að Rússland hefur orðið sífellt mikilvægari viðskiptaaðili fyrir Kína. Sérstaklega eftir innrásina í Úkraínu hefur Kína stóraukið innflutning sinn á rússneskri olíu.

Kína eykur viðbúnað

Þetta veldur því, að fólk í Kína vantreysti fullyrðingum Úkraínumanna um að þeir hafi staðið á bak við árásina. Kínverskur aðili telur, að Kína muni auka eigin viðbúnað vegna atviksins:

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því, að burtséð frá því hvort þetta atvik hafi verið af völdum úkraínsku leyniþjónustunnar eða ekki, þá er sú staðreynd, að Úkraína þorir núna að fullyrða að þeir séu að baki áforma um að rjúfa mikilvægar flutningslínur sem tengja austur og vestur … afar truflandi fyrir samskipti Kína og Rússlands.”

Skildu eftir skilaboð