Rafknúnir strætisvagnar þola ekki kulda: teknir úr umferð

frettinErlentLeave a Comment

Í morgun var fjölda strætisferða aflýst og rafknúnir strætisvagnar teknir úr umferð vegna mikils kulda í Ósló.

Hið sama gerðist síðdegis í gær, en þá höfðu um 50 brottfarir verið aflýstar vegna kuldans.

„Villa í flutningatækjunum“ reyndist vera orsökin, áður en rútufyrirtækið Ruter staðfesti að það séu rafmagnsrúturnar sem þola ekki kuldann.

Það var Nordre Aker Budstikke sem vakti fyrst athylgi á málinu.

Kallt: Á þriðjudagsmorgun var 12 gráður í mínus í Ósló. Þetta skapar vandamál fyrir nokkrar brottfarir strætó. Myndskreyting: NTB

„Það er kuldinn sem gerir það að verkum að drægni rafbíla er ekki eins góð og venjulega. Rúturnar verða hraðar rafmagnslausar. Núna fylgjumst við með hvað gerist dag frá degi og fáum svo að vita hvernig við getum gert þetta betur í framtíðinni,“ segir samskiptastjóri Ruter, Cathrine Myhren-Haugen, við Nab.no.

Broom hefur fengið staðfest að fjölmörgum aflýstum ferðum í dag séu einnig vegna kulda- og drægnivandamála rafbíla.

Alls hafa um 90 brottfarir verið aflýstar síðan í gær.

TV2 greinir frá.

Skildu eftir skilaboð