Vinstri græn eru ekki stjórntæk þegar orkuskortur blasir við

frettinInnlent, Jón Magnússon1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson benti réttilega, að ástand orkumála væri orðið mjög alvarlegt og þar bæru VG mesta ábyrgð og nauðsynlegt væri að víkja frá þeirri stefnu vaxandi orkuskorts, sem stefna VG felur í sér. Sé það nauðsynlegt sem ekki er dregið í efa þá er eini kosturinn að hætta stjórnarsamstarfi við VG. 

Fyrrverandi dómsmálaráðherra Björn Bjarnason skrifaði í mbl 2. des. sl. og greinir frá vandræðalegri málaiðlunartillögu atvinnuveganefndar Alþingis um að tryggja raforkuöryggi annarra en stórnotenda og segir: „Það er neyðarúrræði að lögum sé breytt til að tryggja heimilum orku á tímum skerðinga og skorts.“

Björn bendir á að eina varanlega úrræðið til að tryggja orkuöryggi almennings og fyrirtækja, sé að snúa vörn í sókn og framleiða meira af „grænni“ raforku á Íslandi.

Það sem þeir Björn og Jón benda á ættu raunar allir að sjá. Þessvegna er óskiljanlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli í svona langan tíma hafa látið VG komast upp með það að búa ti orkuskort í landinu, sem veldur því í dag, að notkun á jarðefnaeldsneyti hefur aukist þrátt fyrir tilkomu rafbíla og annars glingurs vegna trúarsetninga VG í hamfarahlýnunarmálum.

Í lok greinar sinnar segir Björn: „Skerðingar og skammtanir eru viðbrögð við óviðunandi stöðu. Ekki er tekið á rótum vandans, sem er skýr: Raforkuframleiðsla hefur ekki fylgt fólksfjölgun né almennum vexti og viðgangi samfélagsins síðustu 10-15 ár.“

Ekki verður annað lesið úr skrifum Björns, að hann eins og Jón Gunnarsson telji mikilvægt að slíta stjórnarsamstarfinu við VG áður en þeir valda meira tjóni. Lýsa verður ánægju með að þessir öflugu forustumenn í Sjálfstæðisflokknum skuli vera komnir á þá skoðun enda kunna þeir vel að greina vandann. 

One Comment on “Vinstri græn eru ekki stjórntæk þegar orkuskortur blasir við”

  1. I’m a regular blogger, and I must say, I adore reading your posts. My interest has been piqued by the article. I’m going to save your blog to my bookmarks and check again for fresh content.

Skildu eftir skilaboð