Áætlun Sameinuðu þjóðanna um að ritskoða Internet – fyrri hluti

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Hin öfluga stofnun Sameinuðu þjóðanna hefur upplýst um áætlun að stjórna samfélagsmiðlum og samskiptum á netinu í þeim tilgangi að draga úr „röngum upplýsingum og samsæriskenningum.“ Hefur áætlun SÞ vakið mikla gagnrýni meðal talsmanna frelsis og fremstu þingmanna í Bandaríkjunum sem vara við háskalegri þróun. Hér birtist fyrri hluti greinarinnar um ritskoðunarmarkmið SÞ. Síðari hlutinn birtist seinna í vikunni.

Mennta-, vísinda- og menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna UNESCO hefur boðað röð „áþreifanlegra aðgerða sem allir hagsmunaaðilar verða að framkvæma: ríkisstjórnir, eftirlitsyfirvöld, hið borgaralega samfélag og stofnanirnar sjálfar” í 59 síðna skýrslu (sjá pdf að neðan) sem gefin var út í þessum mánuði. Nálgunin felur í sér framkvæmd alþjóðastefnu í gegnum stofnanir eins og stjórnvöld og fyrirtæki, sem leitast við að stöðva útbreiðslu ýmiss konar málflutnings samtímis og stuðlað verður að markmiðum eins og „menningarlegum fjölbreytileika og jafnrétti kynjanna.

Traust Internet í stað „hatursorðræðu, falsupplýsinga og samsæriskenninga”

Sérstaklega stefna Sameinuðu þjóðirnar að því að skapa „traust Internet“ með því að einbeita sér að því, sem stofnunin kallar „rangar upplýsingar, falsupplýsingar, hatursorðræðu og samsæriskenningar“.Dæmi um tjáningarform sem á að stöðva eða takmarka eru áhyggjur af kosningum, lýðheilsuráðstöfunum og hagsmunagæslu sem gæti verið „hvatning til mismununar.“

Gagnrýnendur vara við því, að ásakanir um „falsupplýsingar“ og „samsæriskenningar“ hafi í auknum mæli verið notaðar af valdaöflum innan ríkisstjórna ásamt tæknirisum til að þagga niður sannar upplýsingar og jafnvel kjarnann í stjórnmálaræðunni. Í þessum mánuði gaf dómsmálanefnd Bandaríkjaþings út skýrslu sem gagnrýndi „gervivísindi falsupplýsinga.“ Meðal annarra áhyggjuefna komst nefndin að því, að þessi „gervivísindi“ hafi verið „vopnuð“ af því sem þingmenn kalla „ritskoðunariðnaðarsamstæðuna,“ en markmið hennar er að þagga niður stjórnarskrárvarða stjórnmálaumræðu aðallega hjá íhaldsmönnum. Í skýrslu þingsins (sjá pdf að neðan) „Vopnavæðing falsupplýsinga-sérfræðinga og búrókrata” segir:

„Gervivísindi falsupplýsinga eru núna – og hafa aldrei verið neitt annað en pólitísk klækjabrögð sem oftast er beint að samfélögum og einstaklingum sem hafa skoðanir andstæðar ríkjandi frásögnum.“

Einnig segir að margt af því sem UNESCO kallar eftir hafi þegar verið hrint í framkvæmd á stafrænum samfélagsmiðlum, og þá oft að beiðni Biden-stjórnarinnar.

UNESCO stuðlar að hagsmunum kínverska kommúnistaflokksins

Á Capitol Hill lýstu þingmenn engu að síður yfir ótta vegna áætlunar UNESCO. Michael McCaul, formaður utanríkismálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings segir í viðtali við The Epoch Times:

„Ég hef ítrekað og opinberlega gagnrýnt misráðna ákvörðun Biden-stjórnarinnar um að ganga aftur til liðs við UNESCO, sem húkkaði í bandaríska skattgreiðendur fyrir hundruð milljóna dollara.”

Michael McCaul segir UNESCO vera „mjög gallað“ og sagðist hafa sérstakar áhyggjur af því, að samtökin „stuðli að hagsmunum einræðisstjórna – þar á meðal kínverska kommúnistaflokksins.”

UNESCO hefur eins og reyndar margar aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna marga meðlimi Kommúnistaflokks Kína, KFK, í leiðandi stöðum eins og aðstoðarframkvæmdastjórann Xing Qu. KFK hefur ítrekað gert ljóst, að ætlast er til þess, að meðlimir KFK fari eftir skipunum flokksins í störfum hjá alþjóðastofnunum.

Þingmenn Bandaríkjaþings í nefndum sem fjalla um alþjóðlegar stofnanir vinna núna að því að stöðva eða draga úr fjármögnun til ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna. Segja þingmennirnir, að fjármunir bandarískra skattgreiðenda sé notað á óviðeigandi hátt. Bandarísk stjórnvöld hafa þegar tvisvar sinnum yfirgefið UNESCO – undir stjórnum Reagans og Trumps – vegna áhyggjuefna sem stjórnvöld hafa bent á sem öfga, fjandskap við bandarísk gildi og önnur álíka vandamál. Biden-stjórnin gekk aftur til liðs við stofnunina fyrr á þessu ári gegn andmælum þingmanna.

Áætlun UNESCO

Þrátt fyrir að vera markaðssett sem áætlun til að halda uppi tjáningarfrelsi, þá kallar hið nýja regluverk UNESCO á alþjóðlega ritskoðun „óháðra“ eftirlitsaðila sem eru „varðir gagnvart pólitískum og efnahagslegum hagsmunum.“ Í skýrslunni segir:

„Stjórnendur landa og svæða og alþjóðlega stjórnkerfið ættu að geta unnið saman og miðlað reynslu sinni … við að taka á því efni sem hægt væri að takmarka samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum og stöðlum.”

Ólíkt fyrstu breytingu á stjórnarskrá Bandaríkjanna, sem bannar hvers kyns inngrip stjórnvalda á málfrelsisrétti eða frelsi fjölmiðla, þá bendir UNESCO á ýmis alþjóðleg verkfæri í nafni „mannréttinda“ sem stofnunin segir að notast eigi við til að ákveða hvaða málflutning eigi að takmarka. Slík verkfæri eru samningar sem fela í sér alþjóðlegan sáttmála um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, ICCPR, þar sem kveðið er á um, að takmörkun á tjáningarfrelsi verði að fara að lögum og einnig að þjóna „lögmætu markmiði.“

Í nýlegri úttekt á Bandaríkjunum (sjá pdf að neðan), fyrirskipar mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna breytingar á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Er þess krafðist, að bandarísk stjórnvöld geri meira til að stöðva og og beita viðurlögum gegn „hatursorðræðu“ og fylgja alþjóðareglum ICCPR.

Skúlptúr fyrir utan skrifstofu UNESCO í París.

Allir netmiðlar verða að framfylgja ritskoðun að viðurlögum ella

Annað lykilskjal Sameinuðu þjóðanna er Mannréttindayfirlýsingin, sem segir beinlínis í 29. greininni að „réttindum og frelsi megi í engu tilviki beita í andstöðu við tilgang og meginreglur Sameinuðu þjóðanna.“ Í stuttu máli er skoðun Sameinuðu þjóðanna á „tjáningarfrelsi“ gjörólík þeirri sem bundin er í stjórnarskrá Bandaríkjanna.

Í skýrslu UNESCO kemur fram, að þegar efni sem ætti að takmarka hefur fundist verða samfélagsmiðlar að grípa til ráðstafana, allt frá því að nota algorithma (skuggabann) og vara notendur við efninu og jafnvel fjarlægja það. Í skýrslunni er farið fram á, að:

„Allir stafrænir miðlar sem ekki vinna að takmörkum efnis samkvæmt alþjóðlegum mannréttindalögum verða gerðir ábyrgir með fullnusturáðstöfunum.”

Franskur sósíalisti tekur við framkvæmdastjórastöðu UNESCO af leiðtoga búlgarska kommúnistaflokksins

Audrey Azoulay, framkvæmdastjóri UNESCO, fv. menningarmálaráðherra Frakklands frá Sósíalistaflokknum, tók við framkvæmdastjórastöðunni af Irinu Bokovak leiðtoga búlgarska kommúnistaflokksins. Azoulay sagði áhættuna fyrir samfélagið réttlæta hina alþjóðlegu áætlun:

“Stafræn tækni hefur skapað gríðarlegar framfarir í málfrelsi. En samfélagsmiðlar hafa einnig hraðað og magnað útbreiðslu rangra upplýsinga og hatursorðræðu, sem hefur í för með sér mikla hættu fyrir samfélagslega samheldni, frið og stöðugleika. Til að vernda aðgang að upplýsingum verðum við að stjórna þessum kerfum án tafar og samtímis vernda tjáningarfrelsi og mannréttindi.”

Í formála nýrrar skýrslu, sem ber titilinn „Leiðbeiningar um stjórnun stafrænna kerfa“ segir fröken Azoulay, að það sé „engin mótsögn“ að stöðva ákveðinn málflutning samtímis og „tjáningarfrelsið“ er varðveitt.


Frú Azoulay sagði: „Að stöðva ákveðnar tegundir málflutnings samtímis sem tjáningarfrelsið er varðveitt er engin mótsögn.”

Skildu eftir skilaboð