Konur stofna samtök til að vernda rétt kvenna í kvennaíþróttum

frettinErlent, Helga Dögg SverrisdóttirLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Hlaut að koma að því. Til hamingju skynsömu konur. Fleiri og fleiri vakna, ekki bara konurnar heldur fjölskyldur þeirra og vinir. Karlmenn sem skilgreina sig sem konu eiga ekkert erindi í kvennaíþróttir- EKKERT.

Mörg tilfellið hafa komið upp þar sem karlmaður, skilgreindur sem kona, hefur haft sigur. Reddux hefur sagt frá meiðslum kvenna í samstuði við karlmann, sem skilgreinir sig sem konu, og er með í kvennakeppni. Auðvitað á að stoppa þetta. Heigulsháttur íþróttasambanda er algert. Hugsið ykkur að barátta kvenna árið 2023 skuli fara í að vernda eigin íþróttakeppnir.

Á síðu samtakanna segir:

„The Independent Council on Women sports(ICONS) er tengslanet og hagsmunagæsluhópur sem samanstendur af núverandi og fyrrverandi háskóla- og atvinnuíþróttakonum, fjölskyldum þeirra og stuðningsmönnum. Við ætlum að byggja upp samtök sem hafa sameiginlega rödd til að efla og vernda íþróttir kvenna. Við viljum að konur dafni og nái árangri í íþróttum án þess að verða fyrir kynbundinni mismunun. Við trúum því að konur eigi skilið virðingu og sanngjarna samkeppni til jafns við karlkyns íþróttamenn. ICONS leitast við að lyfta og styrkja kvenkyns íþróttamenn innan og utan íþróttavallarins.“

Ein íþróttakonan segir:

,,Við elskum íþróttir og erum þakklátar fyrir konurnar sem ruddu brautina. Næsta kynslóð kvenna og stúlkna á skilið tækifæri til að verða meistarar og sjá hinn rómaða heim kvennaíþrótta. Undanfarið höfum við séð tækifæri og vernd kvenna og stúlkna hverfa. Við þurfum rödd til að verja virðingu og sanngjarna meðferð næstu kynslóðar íþróttakvenna. Við erum þessi rödd.“

Öllu gamni fylgir einhver alvara, líka í þessu myndbandi. Fólki ofbýður.

Skildu eftir skilaboð