Bandarískur bloggari pyntaður í úkraínsku fangelsi

frettinErlent, Úkraínustríðið2 Comments

Bandaríski bloggarinn Gonzalo Lira, sem var handtekinn af úkraínsku leyniþjónustunni í maí fyrir að gagnrýna Zelensky, birtist aftur á netinu á mánudaginn síðasta og rifjaði upp skelfilega sögu af pyntingum og fjárkúgun á meðan hann beið sýndarréttarhalda í Úkraínu.

„Ég var pyntaður í tveimur af fjórum klefum sem ég var í – af hinum föngunum,“ skrifaði Lira í tísti á mánudagskvöld.

„Það var brotið á mér rifbein í fyrsta klefanum en það var ekki slæmt. Versta árásin var í fjórða klefanum. Frá klukkan 13:00 þann 21. júní til klukkan 19:00 daginn í samtals 30 klukkustundir“ pyntuðu tveir fangar Lira og notuðu m.a. tannstöngul og stungu í vinstra augað, þeir spurðu mig á meðan hvort ég gæti lesið með einu auga.“ skrifaði Lira.

Tucker Carlson hefur nú vakið athygli á málinu, ásamt Elon Musk, en þeir fordæma báðir meðferðina á Lira. Tucker segir:

„Gonzalo Lira er bandarískur ríkisborgari sem hefur verið pyntaður í úkraínsku fangelsi síðan í júlí, fyrir glæpinn að gagnrýna Zelensky. Embættismenn Biden samþykkja þetta vegna þess að þeir vilja beita sömu aðferðum hér. Fjölmiðlar eru sammála. Hér er yfirlýsing frá föður Gonzalo Lira.“:

2 Comments on “Bandarískur bloggari pyntaður í úkraínsku fangelsi”

  1. Já, Júlíus, það á sennilega að vera þannig hjá Úkraínu-NATO-BNA áróðursheiminum.

Skildu eftir skilaboð