Að setja upp rétt gleraugu

frettinInnlent, Stjórnmál1 Comment

Aðsend grein:

Árið 2013 eftir kosningar í apríl gekk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson inn á þing með 19 manna þingflokk. Fólk hafði heillast af þessum unga kraftmikla og hugmyndaríka stjórnmálamanni.

Sjálfstæðisflokkur fékk einnig 19 þingmenn og stofnuðu þeir ríkisstjórn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Ekki leið á löngu þar til reynt var að grafa undan Sigmundi.

Herferðin ein öflugasta í sögunni

Herferðin var ein öflugasta aðför að einum stjórnmálamanni í sögunni. Herferðin hófst á svokölluðu Vintrismáli þar sem honum og konunni hans voru gefnar þær sakir að eiga fé í skattaskjóli. Það reyndist ekki rétt og allir skattar höfðu verið greiddir á Íslandi. Það er oftast léttara að ljúga að fólki en að fá það til að viðurkenna að það hafi verið logið að því. Enda hljómar þessi söngur falskur og hjáróma enn. Svo komu ólöglegar hleranir og fleira og fleira.

Þó herferðirnar hafi verið öflugar þá eru þær ekki að duga. Komið hefur smátt og smátt í ljós að fólk heillaðist ekki af hyllingum í fjarska heldur af verulega öflugum stjórnmálamanni. Ísland stæði núna efnahagslega mun verr ef ekki væri fyrir Sigmund Davíð. Sigmundur var einn af forystumönnum í Icesave deilunni þar sem flestir landsmenn og flokkar vildu greiða svokallaða Svavars Samningana upp á 3-400 milljarða í skaðabætur til banka og ríkja. Sigmundur og félagar neituðu. Ólafur Ragnar Grímsson skrifaði ekki undir lögin í tvígang og Icesave deilan vannst.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.

Aðgerðir Sigmundar hafa fært Íslendingum 1300-1400 milljarða

Gerð var mikil atlaga fyrir þessar kosningar að Sigmundi fyrir að vilja ekki greiða út úr slitabúunum og taldi að við ættum rétt á fjárhæðum í skaðabætur. Í því samhengi voru nefndir 300 milljarðar. Reyndin er sú að þessi tvö mál hafa nú fært Íslendingum 1300-1400 milljarða. Eins og ein fjárlög þá og eflaust líka í dag vegna vaxta sem hefðu verið settir á lánin. Með þessum fjármunum er hægt að halda öllu hagkerfi ríkisins gangandi í eitt ár. Heilsukerfið, menntakerfið, samgöngurnar, stofnanirnar og allt heila klabbið gæti verið stopp í heilt ár ef ekki væri fyrir þessa peninga.

Rekstur heimila, landa og heimsálfa er rekinn af mönnum. En misgóðir eru þeir. Þess vegna eru sveiflur og oft stórar þar sem lönd og heimsveldi dafna eða dvína.

En þegar ráðist er að Sigmundi með tilræði til að „stinga úr honum augun“ þá á móti gefur hann andstæðingum sínum gleraugu. Gleraugu til að sjá hið rétta betur.

Nú þurfum við öll hin að setja upp rétt gleraugu aftur.

Einar G Harðarson, löggiltur fasteignasali.

One Comment on “Að setja upp rétt gleraugu”

  1. Sigmundur Davíð hefur sett sterkan svip á íslensk stjórnmál í dag. Hann er heiðarlegur sannorður og vandaður orði og æði. Hugsar af vandvirkni um allt sem ha hefur fram færa í pólitik áður en hann byrjar að tala. Í sögunni er hann og verður stórt skref inn í framtíðina.

Skildu eftir skilaboð