Nú getur 10 ára gamalt barn ákveðið kynið í nemendakönnun

frettinErlent, Helga Dögg SverrisdóttirLeave a Comment

Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar:

Það er ekki hlutverk skólans að miðla til nemenda að þeir geti valið sér kyn.

Nýr svarmöguleiki hefur skapað miklar umræður á kennaraspjallinu í Noregi. Einn sem hefur tjáð sig er kennarinn Ole Christian Vedik. Ég er mjög undrandi segir hann að við sem skólastofnun miðlum því til barna að þau geti verið strákur, stelpa eða eitthvað annað.

Honum finnst mikilvægt að haldið sé utan um alla nemendur, líka þá sem eru ekki sáttir í eigin líkama. En um leið segir hann að skóli eigi að halda sig við staðreyndir, vísindi.

Ég er meðvitaður að nokkrir tala um sig sem kynlausa en þetta er bara upplifun einstaklingsins. Það er mikilvægt að skólinn byggi á vísindalegum grunni ekki einhverju sem einstaklingur getur upplifað.

Hann lýsir eftir auknum umræðum um málaflokkinn, á hvern hátt skólinn miðlar upplýsingum um kyn.

Með það að leiðarljósi að við í Noregi tölum bara um að líffræðilegu kynin séu tvö en þetta ótrúlegt. Vera kann að mjög góðar skýringar eigi eftir að líta dagsins ljós á uppátæki skólanna.

Kennarar virðast ekki hafa þroska og getu til að ræða málaflokkinn út frá staðreyndum og vísindum. Hugmyndafræði fárra ræður för. Hér á landi, í Noregi og öllum heiminum, eru líffræðilegu kynin tvö. Alls staðar er það upplifun einstaklings þegar hann glímir við ónot í eigin líkama. Eins og hér var bent á virðast kennarar ekki tilbúnir í umræðu um staðreyndir og líffræðina. Svo ekki sé minnst á formann Kennarasambands Íslands sem hvetur kennara til að þegja frekar en segja. Annað eins hef ég bara ekki heyrt og er KÍ og kennurum til skammar.

Heimild.

Höfundur er kennari.

Skildu eftir skilaboð