Tekist á um transferli barna í breska þinginu

frettinErlent, Transmál1 Comment

Snarpar umræður voru um svokallaðar bælingarmeðferðir á samkynhneigðum í breska þinginu í London fyrir helgi.

Í fyrirspurnatíma sagði Kemi Badenoch, jafnréttisráðherra Bretlands að svokallaðar kynstaðfestandi meðferðir á börnum væru ógagnreyndar og í raun bælingarmeðferðir á samkynhneigðum.

Þetta kemur fram í umfjöllun Guardian og GB News.

Ráðherran segir: 

„Við erum að sjá, myndi ég segja, næstum því faraldur þar sem ungum samkynhneigðum börnum er sagt að þau séu trans og sett í óafturkræfar meðferðir og svo sjá þau eftir því. Þetta er það sem ég er að gera fyrir ung LGBT börn: Ég er að passa upp á að þau verði ekki gerð ófrjó vegna þess að fólk notfærir sér aðstæður þeirra sem skilja ekki hvað þetta snýst um. Ég er að segja þetta að ráði lækna og fræðimanna, vegna þess að læknar frá Tavistock heilsugæslustöðinni hafa verið að ljóstra upp um  hvernig þessi mál eru. Við erum í áfalli vegna þess sem er að gerast hjá ungum börnum og við munum ekki hlaupa frá þessu máli lengur."

Samkynhneigðir uggandi

Fjöldi samkynhneigðra lýsa yfir áhyggjum sínum af gríðarlegri aukningu barna sem sett eru í transferli.

Fleiri tuga félög hafa verið stofnuð á síðustu árum víðs vegar í heiminum svo samkynhneigðir getsafi komið sjónarmiðum sínum á framfæri.

Ritrýndar rannsóknir sýna að yfirgnæfandi ungmenna sem tjá kynama læknast að honum  sjálfsdáðum við og eftir kynþroskaskeiðið.

Flest þau ungmenni vaxa svo úr grasi sem fullorðið fólk sem laðast að öðrum af sama kyni, eða báðum – og eru oft á einhverfu rófi. 

Bann tekur gildi um áramótin

Alþingi samþykkti þann 9. júní sl. lög sem taka gildi um áramótin, sem banna allar ógagnreyndar meðferðir sem beitt er með blekkingum, hótunum og nauðung til þess að bæla niður samkynhneigð.

Fréttin hafði samband við Eld Ísidór, formann Samtakanna 22, Hagsmunasamtök Samkynhneigðra og náði af honum tali: 

„Það er fagnaðarefni að þessar meðferðir verði bannaðar með lögum um áramótin. Hins vegar er það mikið áhyggjuefni að við sjáum ekki nein teikn á lofti um að það sé verið að vinda ofan að þessari starfsemi þrátt fyrir lagasetninguna. Við höfum m.a. sent ítarlegar fyrirspurnir til bæði Landlæknisembættisins og heilbrigðisráðherra og ekki fengið nein afgerandi svör. Það virðist einhver óvissa ríkja um hvað Alþingi var í raun að samþykkja í sumar.” 

Eldur lýsir atburðarásinni við þinglok í sumar sem einskonar sýndarrétti eða “kangaroo-court-scenario” eins og hann nefnir það.

„Frumvarpið var lagt fram í tvígang alveg gjörsamlega ónothæft og meingallað. Svo voru okkar samtök gerð að „ljóta karlinum“ fyrir að gagnrýna það í umsögn til þingsins.  Refsiréttarnefnd tók svo undir okkar umsögn í öllum megindráttum og bað þingið að bíða með málið og vanda til verka. Það ákvað meirihluti þingnefndar hins vegar að hunsa og skelltu í fljótfærnislegt nefndarálit og breytingartillögu sem var til þess að allar ógagnreyndar meðferðir eru nú bannaðar með lögum. Það er reyndar niðurstaða sem Samtökin 22 geta alveg unað við. En það verður þá að fara eftir þeim lögum – eða endurskoða þau.“

Eldur segir að lokum að það sé alveg skýrt í lögunum að transferli barna verði ólöglegt um áramótin þar sem meðferðirnar eru allar ógagnreyndar – allt frá félagslegu transferli og upp úr. Það getur því varðar við lög ef skólar taki þátt í transferli barna, heilbrigðisstarfsfólk, félagsráðgjafar, félagasamtök og fleiri.

„Það er ekki erfitt að sýna fram að blekkingum sé beitt, því allir vita jú að það er ekki hægt að skipta um kyn”.

Lög byggjast á staðreyndum en ekki umdeildum hugmyndum hvers og eins”.

One Comment on “Tekist á um transferli barna í breska þinginu”

Skildu eftir skilaboð