Fékk hjartaáfall eftir að hafa hótað Ísrael með reiði Allah

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Tyrkneskur þingmaður fékk hjartaáfall og hneig niður í lok ræðu í beinni útsendingu á trykneska þinginu. Þingmaðurinn hafði nýlokið við að lýsa yfir reiði sinni á Ísrael og  hafði hann í hótunum og sagði að landið myndi ekki geta „flúið reiði Allah.“

Hinn 53 ára gamli Hasan Bitmez, sem tilheyrir flokki íslamista „Saadet Partisi” sem er stjórnmáladeild Millî Görüş hreyfingarinnar, talaði fyrir sameinuðu þingi í vikunni.

Hann lauk ræðunni með því að segja að „við getum kannski falið okkur fyrir samviskunni en ekki frá sögunni“ og Ísrael „getur ekki flúið undan reiði Allah.“ Hann sagði síðan „Ég bið að heilsa ykkur öllum” og féll síðan til jarðar við hliðina á ræðupúltinu.

Að sögn Fahrettin Koca, heilbrigðisráðherra Tyrklands, var Bitmez fluttur á sjúkrahús og er ástandi hans lýst sem „mjög alvarlegu.”

Erdogan styður Hamas

Í síðustu viku ítrekaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands, að Hamas væri ekki hryðjuverkasamtök og sagði að Hamas yrði að taka þátt í endurreisn Gaza eftir stríðið. Erdogan varaði Ísraela einnig við því, að þeir myndu „greiða mjög hátt verð” ef þeir reyndu að útrýma Hamas-liðum í Tyrklandi.

Skildu eftir skilaboð