Friður 2000 hyggst fljúga með gjafir og hjálpargögn til Gaza

frettinInnlentLeave a Comment

Fréttatilkynning:

Forsætisráðuneyti Ísrael hefur staðfest móttöku á beiðni Friðar 2000 um lendingarleyfi í Tel Aviv fyrir íslenska jólasveininn sem hyggst fljúga með gjafir og hjálpargögn til Gaza.

Með því að koma færandi hendi með gjafir frá friðelskandi börnum á Íslandi mun íslenski jólasveinninn freista þess að svara ákalli ættingja ísraelskra gísla um jólakraftaverk og í anda jólanna sem hátíðar friðar að fá að flytja gísla með sér til baka til Ísrael. Einnig hóp einstaklinga með fjölskyldutengsl á Íslandi sem komin eru með íslenskt dvalarleyfi en sitja föst á vergangi í Gaza í hræðilegum aðstæðum, sum særð eftir stríðsátökin.

Ástþór Magnússon, formaður Friðar 2000.

Söfnunarmiðstöð fyrir gjafir sem íslensk börn vilja senda til Gaza hefur verið opnuð í húsi Friðar 2000, Vogasel 1, 109 Reykjavík. Þar tekur á móti fólki palestínsk fjölskylda sem sér um söfnunina. Einnig er hægt að styðja með fjárframlögum á vefnum: www.nuna.is

Auk leikfanga er óskað eftir hlýjum fatnaði. Lagt er til að börn gefi pakka sína frá síðustu jólum, pakki í gjafapappír með persónulegum kveðjum friðar og samúðar og merki gjöfina hverjum hún hentar best, drengi eða stúlku, aldur 2-4 ára, 5-9 ára, 10-14 ára.

Hér má lesa bréfið sent til Forsætisráðherra Ísraels.

Kynningarmyndband má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð