Fyrrum kosningastjóri: CIA hafði afskipti af forsetakosningunum

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Mac Warner, fyrrverandi kosningastjóri Vestur-Virginíu og núna frambjóðandi til embættis ríkisstjóra, heldur því fram að forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2020 hafi verið sviknar og ættu að teljast ólögmætar.

„Kosningunum var stolið og það var CIA sem stal þeim“ sagði Mac Warner í kappræðum ríkisstjóraframbjóðenda í vikunni (heyrið hljóðbút að neðan).

Opnir fyrir að kosningunum hafi verið stolið

Af frambjóðendum í umræðunni var Warner sá eini sem var staðfastur á þeirri skoðun að kosningunum hafi verið stolið en margir aðrir frambjóðendur voru einnig opnir fyrir því, að það gæti vel hafa gerst. Mac Warner er starfandi ráðherra Vestur-Virginíu ríki síðan 2017. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann lýsir efasemdum um lögmæti forsetakosninganna. Eftir kosningarnar 2020 mætti hann á Trump-fund með merkinu: Stöðvum þjófnaðinn „Stop the Steal.“

Snemma árs 2022 efaðist hann um kosningaferli og úrslit í úrslitaríkjum eins og Pennsylvaníu og Michigan. Hann hélt því meðal annars fram í viðtali að „atkvæðin hafi borist á ólöglegan hátt.”

Vinsæll meðal stuðningsmanna Trump

Warner keppist nú um að verða ríkisstjóri Vestur-Virginíu og vitnar oft í langan feril sinn í bandaríska hernum og tvö kjörtímabil hans sem æðsti embættismaður ríkisins.

Skoðanakannanir hafa sýnt að hann er nokkuð á eftir sumum hinna frambjóðendanna, en hann hefur notið mikilvægs stuðnings frá fjöldahreyfingunni í kringum Donald Trump – hreyfingu sem gefur honum sóknarfæri í könnunum.

Warner telur enn fremur, að FBI hafi verið stundað umfangsmikla þöggun eftir kosningarnar og hafi með virkum hætti haldið hættulegum upplýsingum úr fartölvu Hunter, sonar Joe Biden forseta, frá bandarísku þjóðinni.

Skildu eftir skilaboð