Það þorir engin að nefna ONE vegna ásakana blaðamanna

frettinFjármál, RafmyntLeave a Comment

Einar G Harðarson skrifar:

Í fyrri grein minni um One fjallaði ég almennt um stöðu One í heiminum og hins vegar í Evrópu og Norður Ameríku. Þar á milli er himinn og haf. Árásir blaðamann á myntina hér eru af mikilli heift. Af svo mikilli að von er að fólk spyrji af hverju þessi heift? ONE er undantekningarlaust kallað SCAM en án allra haldbærra skýringa.

Í fyrstu vil ég nefna "comment" frá þekktum blaðamanni

„Almennir fjölmiðlar hafa ástundað svo miklar lygar, að þeir hafa meira og minna framið sjálfsmorð." Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Tucker Carlson í nýju myndbandi á X.

Getur þetta verið tengt fréttum af One.

One var í upphafi verulega stór raf gjaldmiðill, stærri en allar aðrar rafmyntir til samans. Ætlaður til þess að þjóna hinum almenna manni. Manninum í hinum daglegu viðskiptum með brauð og bíla. One var því í grunnin ólík annarri rafmynt en þær virka sem peningageymsla eða áhættufjárfesting. En virkar ágætlega sem slíkar.

Dollar hefur 70% markaðshlutdeild

ONE ógnaði hins vegar hinu venjulega peningakerfi $ og € sem hefur verið kjölfesta í viðskiptum heims með 70% -80% markaðshlutdeild af öllum erlendum viðskiptum.

Hljómað hefur í eyru okkar að undanförnu hversu dýrt það er að hafa krónuna sem gjaldmiðil. Það kostar líka að hafa aðra gjaldmiðla. Ef við   horfum á heiminn sem í eru tuttugu þúsund sinnum fleiri einstaklingar en Íslenska þjóðin. Þá liggja miklir peningar í gjaldmiðli. Kostnaður og hagnaður er mikill við að halda úti gjaldmiðlunum $ og €.  Hagsmunaaðilar gjaldmiðlana $ og € hafa því að miklu að gæta. Með gjaldmiðlum er heiminum stjórnað. Hér áður fyrr var ekki spurt hvort bóndinn færi með eitt svín eða þrjár gæsir á markað til að koma heim með aðrar nauðsynjar. Nú fáum við ekki að nota peninga. Hverra hagsmuna er verið að gæta? Þinna eða "þeirra"?

Setja átti á stofn rafmyntina Líbra af FB fyrir nokkrum árum sem hugsuð var í grunnin með svipuðum hætti og ONE. Mynt sem gæti þjónað hinum almenna manni jafnt og rekstri fyrirtækja á ódýrari máta. Einnig að ná til 40% mannkyns sem á ekki bankareikning. Rafmyntin Líbra var "svæfð" í upphafi og Suckerberger sakaður af bandaríska þinginu að vilja knésetja dollarinn. Milljarðar $ höfðu verið lagðar í þróun miðilsins. Visa, Euro og margir stórir bankarnir voru með í upphafi en hrökkluðust frá.

Áróður fjölmiðla að undirlagi einhverra hefur virkað í Evrópu og sérstaklega í USA. En vatnið leitar í átt til sjávar hvað sem hver vill. Velgengni ONE fyrir utan þessar blokkir $ og € gengur mjög vel og eykst. Núna fara viðskipti með ONE 98% fram utan þessara áðurnefndra svæða $ og €. Hagkerfi landa utan $ og € svæðisins eru að byggjast upp með þessa mynt sem eina af undirstöðum hagkerfisins síns. Sem dæmi má nefna að 25% af hagkerfi Mongólíu fer fram með ONE.

Rekstur og notkun ONE er hagkvæmur hinum almenna manni

Rekstur rafmynta annarra en þeirra sem nota ógrynni rafmagns í gröft, er mjög hagkvæmur hinum almenna manni til einmitt að kaupa brauð eða bíl. Á meðan sumar rafmyntir nota "kjarnorkuver" þá notar ONE AAA battery. Rekstur er það ódýr á rafmyntum að talið hefur verið að 70% banka verða óþarfir þegar fram í sækir. Hverjir skildu berjast gegn rafmyntinni? En myntin sem er mun víkja.

Hér að ofan má sjá ástæðuna fyrir því að ráðist hefur verið á ONE af þessari ótrúlegu heift. Heiftin byggist á sömu formúlu og öll barátta. Eftir því sem andstæðingurinn er öflugri þeim öflugri verður árásin eða vörnin að vera.

Ekki skal þó gengið fram hjá því að fólk almennt hræðist alltaf allt nýtt. Þess má geta hér til gamans að upphaf iðnbyltingarinnar á 18. öldinni voru saumavélar. Múgurinn réðst inn á saumastofurnar og brutu og eyðilögðu saumavélarnar.  Ástæðan var að þær voru að taka vinnuna frá saumakonunum. Hvernig er umhorfs í heiminum dag?

Vatnið leitar alltaf farvegs til sjávar hvað sem hver segir.

Skildu eftir skilaboð