Jón Steinar: stjórnvöld hafa enga lagalega heimild til að banna Grindvíkingum að fara til síns heima

frettinInnlent14 Comments

Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fv. hæstaréttardómari, segir frá því á Facebook, að stjórnvöld hafi enga lagalega heimild til að meina Grindvíkingum að fara heim til sín. Lögmaðurinn segir að óheimilt sé að meina mönnum að fara til heimila sinna nema að lágmarki sé sýnt fram á að öðrum mönnum stafi hætta af för þeirra þangað, og vísar hann í Stjórnarskrá Lýðveldisins, máli sínu til stuðnings. Hann segir jafnframt að jafnvel þó að talið verði að eigendurnir stofni lífi sínu í verulega hættu með heimför sinni, hafa stjórnvöld ekki heimild í lögum til að banna þeim förina. Engin almenn regla bannar mönnum að stofna lífi sínu í hættu og gera menn það iðulega án afskipta stjórnvalda svo sem við iðkun alls kyns íþrótta.

Pistillinn í heild sinni:

Lagaleg sjónarmið um rétt íbúa í Grindavík til að fara til heimila sinna þrátt fyrir bann stjórnvalda:

    1. Óheimilt er að meina mönnum að fara til heimila sinna nema að lágmarki sé sýnt fram á að öðrum mönnum stafi hætta af för þeirra þangað. Líklega halda stjórnvöldin því ekki einu sinni fram að slík hætta stafi af heimförinni. Þannig eru ákvæðin í 3. mgr 71. gr. stjórnarskrár um að takmarka megi friðhelgi heimilis klárlega bundin við að ógnað sé réttindum annarra. Stjórnvöldin virðast einungis styðja bann sitt við þörf á að vernda eigendur húsa í Grindavík fyrir sjálfum sér. Til þess hafa þau ekki heimild ef á annað borð verður talið, eins og hér á landi, að borgarar búi almennt við persónulegt frelsi. Ákvæði 23. og 24. gr laga um almannavarnir, sem stjórnvöld sjálfsagt vísa til, hljóta því að víkja fyrir þessum ákvæðum stjórnarskrár. Persónulegt frelsi eigendanna heimilar þeim m.a. að stofna sjálfum sér í hættu ef einhver hætta er ferðinni á annað borð. Benda má á í framhjáhlaupi að ekkert í settum lögum bannar mönnum t.d. að svipta sjálfa sig lífi ef því er að skipta enda verður engum refsað fyrir þann gjörning.
    2. Engar forsendur eru til að telja einu sinni að eigendunum eða fjölskyldum þeirra stafi sjálfum hætta af því að fara á heimili sín. Sönnunarbyrði um þetta hlýtur að hvíla á stjórnvöldunum sem byggja bann sitt á þessu. Sé svona hætta talin vera fyrir hendi hlýtur hún líka að teljast smávægileg og getur hreint ekki talist nægileg til að standa framar rétti eigendanna til nýtingar á eignum sínum.
    3. Jafnvel þó að talið verði að eigendurnir stofni lífi sínu í verulega hættu með heimför sinni hafa stjórnvöld ekki heimild til að banna þeim förina. Engin almenn regla bannar mönnum að stofna lífi sínu í hættu og gera menn það iðulega án afskipta stjórnvalda svo sem við iðkun alls kyns íþrótta. Má þar t.d. nefna fjallgöngur við hættulegar aðstæður, langsund í köldum sjó, flug úr mikilli hæð með tilbúnum vængjabúnaði o.m.fl.

14 Comments on “Jón Steinar: stjórnvöld hafa enga lagalega heimild til að banna Grindvíkingum að fara til síns heima”

  1. Lagalegi rétturinn getur stundum verið á gráu svæði miðað við aðstæður hverju sinni, það er kvikugangur sem liggur í gegnum Grindavíkurbæ og það er vissara að huga vel að öryggi íbúanna.

    Jón Steinar er mótaður úr smiðju lögfræðistéttarinnar þar sem skynsemi og sannleikur skipta minna máli enn lagabókstafurinn og peningar.

  2. ,,Peningar“ koma máli þessu ekki við, Ari Óskarsson. Fyrr má nú vera þruglið. Þetta er prinsipmál. Það snýst um það hver ræður yfir þér, þú sjálfur eða einhver annar. Værir þú Grindvíkingur væri ekkert líklegra en að þú tækir góðum ráðleggingum kunnáttumanna og hættir við að fara heim til þín. En málið snýst um að það ert ÞÚ sem tekur þá ákvörðun. Þú. Sjálfur. Frjáls. Ríkisborgari. Íslands. Einhver annar maður sem sefur rótt í sínu eigin svefnherbergi á ekkert með að taka þá ávörðun fyrir þig. En reyndar skilja fáir Íslendingar hvað prinsip er. Því fer sem fer. Í þessu og mörgu öðru.

  3. Páll, þú skilur greinilega EKKI það sem ég er að skrifa?

    Þegar það kemur að öryggi fólks, þá er það ekki PRINSIPMÁL!

    Ég á ekki að þurfa að minna þig á það að það hófst eldgos núna í vikunni og það var í rauninni algjör heppni að gosið kom ekki upp undir bænum heldur í norðurhlutanum á sprungureyninni. Þér er kannski alveg sama svo lengi sem þú ert að öllu leiti frjáls ferða þinna enn ég er ekki viss þegar þú myndir lenda í þeim aðstæðum að vakna upp við það að það er að fara gjósa undir húsinu þínu, Það er enginn að reka þig út úr húsinu þínu af ástæðulausu.

    Það sem ég skrifaði um Jón Steinar, lögfræðinga og peninga er annar kapituli í minni skoðun á trúverðuleika mínum á samvisku og réttlætishugsun lögfræðinga þar sem allt er fallt fyrir peninga!

  4. Allt í góðu Páll og Trausti, Þið voru þá sennilega báðir ánægðir með það þegar öllu fólkinu var hleypt óhindrað að gosstöðvunum á undanförnum árum í boði stjórnvalda, hlaupandi í hraunjaðrinum með selfy-stangirnar. Það var mjög fallegt að horfa uppá það að nota björgunarsveitina eins og gæslu á útihátið.

    Ég vona að ykkur verði bjargað af björgunarsveitunum ef þið myndu lenda í þeim aðstæðum sem gætu komið upp ef þið byggju báðir í Grindavík
    því það er greinilegt að hvorugir ykkur gerið grein fyrir hættuninni sem nátturuöflin geta skapað, það er gott að vera áhyggjulaus og frjáls eins og fuglinn.

  5. Sýn Ara Óskarsonar er forræðishyggja. Yfirvaldið veit best. Þeir eiga að hafa völd til þess að ákveða hvað þú mátt gera, hvað þú mátt segja og ekki segja, osfr. Þeir vita hvað er þér fyrir bestu og geta vísað í einhvern sérfræðing þess efnis. Yfirvaldið veit hvað er þér fyrir bestu; af því að þú ert ekki nógu gáfaður eða klár til að meta það sjálfur. Forræðis-yfirvaldið segist hugsa fyrst of fremst í „öryggi“ þitt. Enn ef það virkar ekki þá segja þeir að þeir beiti valdi sínu til þess að vernda fjöldann gegn fólki sem fer eigin leiðir á eigin ábyrgð.

  6. Bragi, sýn mín er ekki forræðishyggja, sýn mín er svona meira byggð á skynsemi. Þú virðist ekki skilja nokkurn skapaðan hlut af því sem ég er að reyna að segja, ég er ekki að sleikja upp yfirvaldið, þetta snýst ekkert um það hjá mér, það er langur vegur frá því, ég er aðeins að hugsa um öryggi fólks. Ef þú heldur að ég sé að beygja mig fyrir yfirvaldinu, þá var ég til að mynda alls ekki hlynntur smöluninni á fólkinu í bólusettningarnar sem var keyrð áfram til að þjóna duttlungum fámenns hóps.

    Ég hef til að mynda marg oft sagt að ég er ekki hrifinn af því hvernig allir stórum miðlarnir á Íslandi eru að reyna að stjórna umræðunni í stað þessa að segja báðar hliðar á málum sem verið er að fjalla um hverju sinni. Ég hefði nú viljað sjá að þessir blessuðu fjölmiðla myndu kafa ofan í það hvað varð um alla peningana sem hurfu úr hamfarsjóðunum sem nú hefði verið gott að leita í til að styðja við íbúana í Grindavík.

    Það má vel vera að ég sé klárari eða skynsamari enn þú að átta mig á þeirri hættu sem gæti skapast í Grindavík ef það kæmi hraun upp inn í bænum.

    þú kemur inn á sérfræðingana, þeir gátu nú ekki haft hugmynd um það frekar enn ég eða þú að það myndi fara að gjósa núna í byrjun vikunar,
    náttúran gerir ekki boð á undan sér, allavega í fæstum tilvikum.

    Þú virðist vilja takmarka löggæslu á Íslandi svo þú getir verið frjáls fyrir öllum þeim óþægindum sem þér myndi stafa af þeim.

  7. Gott að heyra að AO er að eigin sögn ekki hlynntur foræðishyggju og koma nokkur atriði fram í svari hans sem vísa til þess.

    Hinsvegar í fyrstu færslum hans sést greinilega að hann vill takmarka frelsi fólks; til þess að gæta að „öryggi“ þess.

    Mætti ég minna lesendur á eitt dæmi: Sérlegur sérfræðingur á Covid tímanum Kári Stefánson vildi taka úr umferð fólk sem afþakkaði tilrauna-genameðferðina, af því að hann var að hugsa um „Öryggi“ þeirra. AO vill takmarka frelsi fólks til þess að gista í eigin húsnæði af því að það kann að vera hættulegt. Það er foræðishyggja.

  8. Gott að heyra Bragi að þú sér að átta þig á því sem ég er að segja og ég vona að hinir tveir geri það líka. Það eina sem ég hef verið að benda á er það að við vissar aðstæður þarf að huga að öryggi fólks. Þar sem ég tel að algjört frjálsræði gangi illa í vegna kunnáttuleysi og takmarkaðrar skynsemi fólks sem sást algjörlega þegar öllum var hleypt frálst að hinum gostöðvunum á undanförnum árum. Til að útskýra enn betur rök mína að baki minni skoðun á því sem er búið að ganga á þarna suður í Grindavík, byggi ég mína skoðun algjörlega út frá þessum kvikugangi sem teygir sig í gegnum bæinn og á haf út. Enn það mun gleðja mig mikið þega íbúar Grindavíkur endanlega snúið aftur til síns heima og búið í öruggu umhverfi aftur heima hjá sér.

    Hins vegar ber ég litla virðingu fyrir því litla sem sem stjórnvöld hafa gert fyrir íbúa Grindavíkur, það er nú lítið og lélegt!
    Spillingaröflin eru allsráðandi í kerfinu á Íslandi enda sást það í varnagarðs framkvæmdunum sem var farið í áður enn þau voru einu sinni samþykkt á þessu blessaða alþingi þeirra.

    Þá spyr ég ykkur hér á síðunni, hvað finnst ykkur um þá framkvæmd?
    finnst ykkur í góðu lagi að smala penigum skattborgarana til að borga undir einhverskonar björgun á fyrirtækjum í einkaeigu?
    Það eru vísbendingar um það að það sé stórt kvikuhólf undir Svartsengi og þar með talið innan gyrðingar þessara snillinga sem byggðu þennan varnargarð?

  9. Núna væri gott að óhindrað frjálsræði réði ríkjum eins og kaunarnir hér að ofan ásamt lögfræðings skoffíninu vildu?

    Ég vorkenni fólkinu í Grindavík, það hlýtur að vera skelfilegt lífsreynsla að horfa upp á húsið sitt verða hrauninu að bráð
    Nú ætla ég að vona fávitarnir þarna niður á alþingi standi í lappirnar og fari nú einu sinni að vinna fyrir samfélagið með því að passa upp á það að bankarnir komist ekki upp með það að éta upp eignir fólks. það þarf að vera í algjörum forgan að hjálpa fólkinu í Grindavík með húsnæði, vinnu og annað!

  10. Fávitarnir á alþingi hafa engan áhuga að hugsa um velferð Íslendinga.. Nú þegar eru 4 ráðherrar í Davos á 4 daga ráðstefnu sem byrjar á morgun. Eitt af erindum ráðstefnunar er Sjúkdómur X sem WHO vill að heimurinn fari að undirbúa sig. um Sem sagt geðsjúklingarnir í Davos ætla enn og aftur að traðka á okkur og sprauta … í þetta skipti með valdi ef við segjum nei.

  11. Ég lét blekkjast af þessum andskotans Covid 19 bólusettningum, það mun ég aldrei gera aftur!

    fyrst við eru að tala um alþingismennina, þá langar mig að vita fyrir hvað fékk hann Bjarni Benediktsson stóriddarakross?
    hefur einhver séð eitthvað um það?

    Ég er allavega búin að senda fyrirspurn á Forsetatrúðinn fyrir hvað hann fékk þessa orðu, það verður spennandi að sjá hvort og hverju embættið mun svara?

Skildu eftir skilaboð