Gleðileg jól

frettinInnlentLeave a Comment

Fréttin sendir lesendum sínum, áskrifendum og auglýsendum jólakveðju með nokkrum vel völdum klassískum jólalögum sem hægt er að hlusta á spilaranum hér neðar.

Með þökk fyrir árið sem er að líða, stuðning ykkar og hvatningu. Fréttin.is hefur verið tekið afar vel af lesendum og stækkar jafnt og þétt.

Á komandi ári munum við auka við dagskránna. Meðal nýrra þátta verða heimsmálin með Gústafi Skúlasyni og Margréti Friðriksdóttur, sem munu ræða helstu fréttir 1x í viku, næsti þáttur heimsmálanna verður miðvikudaginn 27 desember.

Við minnum á að hægt er að senda ábendingar og fréttaskot á [email protected]

Ritstjórn sendir lesendum Fréttin.is nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól.

Skildu eftir skilaboð