Norðurlöndin og ESB kjósa gegn upprætingu nasismans

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Norðurlöndin og Evrópusambandið kusu gegn tillögu sem samþykkt var á 78. fundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, á ályktun um baráttu gegn uppgangi nasismans.

Þann 19. desember í New York, á allsherjarfundi Sameinuðu þjóðanna, var samþykkt ályktun rússa um að: „Berjast gegn uppgangi nasisma, nýnasisma og annarra vinnubragða sem stuðla að stigmögnun á nútíma kynþáttafordómum, kynþáttamismunun, útlendingahatri og tengdu óþoli.“

  • 38 ríki voru meðhöfundar skjalsins.
  • 118 ríki greiddu atkvæði með
  • 49 sendinefndir voru á móti
  • 14 lönd sátu hjá

Ályktunin fordæmir uppgang nasistahreyfingarinnar og hvítþvott á fyrrverandi meðlimum SS-samtakanna, þar á meðal Waffen-SS-sveitirnar sem Nürnberg-dómstóllinn úrskurðaði á sínum tíma sem hryðjuverkasamtök.

Fjöldi manns hópast saman á torgum til að vegsama nasista

Lýst var alvarlegum áhyggjum í tengslum við yfirstandandi stríð í sumum löndum og árásir á minnisvarða um bardagamenn gegn nasisma og fasisma svokallaðir frelsishermenn, sem á undanförnum árum hefur orðið að viðurkenndri ríkisstefnu. Þá var lýst yfir djúpri sorg vegna fjölda manns sem hópast hefur saman á torgum til að vegsama nasista og samstarfsmenn þeirra, m.a. í formi blysfara nýnasista og róttækra þjóðernissinna.

Einnig fordæmir ályktunin endurvakningu minnisvarða ásamt endurnefningum á götum og skólum, til heiðurs þeirra sem börðust við hlið nasista eða voru í samstarfi við þá, ásamt upphafningu á ýmsum munum tengdum nasismanum. Jafnframt er lýst yfir áhyggjum af tilraunum til að lyfta þeim „þjóðhetjum“ upp í tign sem börðust með Hitler bandalaginu í síðari heimsstyrjöldinni, áttu samstarf við nasista og frömdu stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Sérstaklega er áréttað að slíkar aðgerðir vanhelgi minningu ótal fórnarlamba fasisma, hafi neikvæð áhrif á yngri kynslóðina og séu algerlega ósamrýmanlegar skuldbindingum aðildarríkja SÞ, samkvæmt sáttmála stofnunarinnar.

Uppgangur nasismans hafi stigmagnast

Frá því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2005, að frumkvæði Rússlands, fyrstu ályktunina um að berjast gegn uppgangi nasismans, hafa vandamálin sem talin eru upp, ekki verið leyst heldur hafa þau á margan hátt stigmagnast. Við erum aftur að verða vitni að tilraunum til að afneita sameiginlegri sögu okkar. Kynþáttahatur og útlendingahatur heyrist í auknum mæli, sem og ákall um að losna við farandfólk, flóttamenn og „framandi þætti“. Í mörgum löndum hafa birtingarmyndir íslamófóbíu, kristinnafóbíu, afrófóbíu og gyðingahatur færst í aukanna.

„Sameiginleg Vesturlönd“, einkum lönd Evrópusambandsins, þar sem öll ofangreind brot eiga sér stað á kerfisbundnum grundvelli, höfnuðu að þessu sinni ályktuninni með undarlegum afsökunum um fundafrelsi og andmæltu alþjóðlegri viðleitni í baráttunni gegn birtingarmynd kynþáttafordóma og útlendingahaturs. Sérstakt áhyggjuefni eru afstaða Þýskalands, Ítalíu og Japans, en eftirlátssemi þeirra við hættulega hugmyndafræði, að teknu tilliti til myrkrar sögu þessara ríkja á tuttugustu öld, vekur okkur til umhugsunar um hvert hin „sameiginlegu „lýðræðislegu“ Vesturlönd eru að stefna.“

Engu að síður sýndu niðurstöður atkvæðagreiðslunnar áframhaldandi sterkan stuðning alþjóðasamfélagsins við tillöguna, sem var að gerð að frumkvæði rússa og kynnt var á hinu árlega allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Eins og áður segir þá voru 49 lönd sem að höfnuðu tillögunni og var Ísland þar á meðal, 118 ríki samþykktu tillöguna og 14 ríki sátu hjá.

Kosningin fór fram þann 19. desember síðastliðinn.

Skildu eftir skilaboð