Nýr lögreglustjóri Svíþjóðar: „Getum ekki verndað fólkið gegn glæpahópum“

frettinErlent, Gústaf SkúlasonLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Petra Lundh, nýskipaður ríkislögreglustjóri Svíþjóðar viðurkennir þann þungbæra sannleika, að sænska lögreglan geti ekki verndað almenning í landinu gagnvart vaxandi glæpastarfsemi.

Eins og flestir vita þá hafa erlendir glæpahópar vaxið mikið í Svíþjóð eftir stöðugan innflutning á hælis og flóttamönnum.

Petra Lundh segir það sem flestir Svíar viti nú þegar. Lögreglunni hefur ekki verið búinn sá stakkur, að hún geti gegnt störfum sínum eins og hún á að gera, til að vernda sænsku þjóðina gegn vaxandi glæpastarfsemi í landinu. Lundh segir þetta í viðtali við fréttastofuna TT samkvæmt miðlinum Omni:

„Réttarríkið verður að geta verndað meðborgarana. Við getum það ekki að fullu í dag.“

Petra Lundh hefur verið tvær vikur í embætti ríkislögreglustjóra Svíþjóðar. Hún er lögfræðimenntuð og hefur starfað sem saksóknari og forseti Hæstaréttar Svíþjóðar. Það kom henni á óvart, að dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer bað hana um að verða ríkislögreglustjóri Svíþjóðar:

„Þetta var ekkert sem ég sá fyrir að gæti orðið. Ég er ekki lögreglumaður, ég er lögfræðingur. Að vera yfirmaður 38 þúsund starfsmanna er meðal erfiðustu starfa ef ekki það erfiðasta sem til er í ríkisrekstrinum. En að lokum fannst mér að ég yrði að reyna þetta, fyrst ríkisstjórnin taldi mig vera rétta einstaklinginn fyrir starfið.“

Fjölskyldan framar öllu

Lundh segir sumar af væntanlegum lagabreytingum ríkisstjórnarinnar vera „af illu nauðsynlegar“ til að takast á við vandamálin og koma hættulegum einstaklingum burtu af götunum.

Hún segist ekki ætla að vinna neitt aukalega til að ríkið geti verndað landsmenn og endurreist lögregluembættið svo það standi undir nafni sínu. Lundh hefur verið „mjög skýr með að hún vinni ekki yfirvinnu.“ Hún segir við TT:

„Ég hef alltaf verið mjög skýr með að hafa mikinn tíma fyrir fjölskylduna. Ég vinn í rauninni aldrei um helgar og fer venjulega heim á réttum tíma.“

Skildu eftir skilaboð