Loftslagsgeðveikin er tæki til að byggja upp ógnarstjórn

frettinErlent, Gústaf Skúlason, LoftslagsmálLeave a Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Glóbalistarnir leitast við að svipta fólki einstaklingsfrelsinu og búa til „mótanlegan, sinnissljóan fjölda“sem auðvelt er að stjórna eins og valdaelítan vill. Þetta segir ESB-þingkonan Christine Anderson við Jan Jekielek í þættinum „Hugsandi bandarískir leiðtogar“ (American Thought Leaders).

Evrópa eins og við þekkjum hana mun hætta að vera til. Geðveikin sem verið hefur í gangi undanfarin ár, hefur gengið svo langt, að hún verður ekki afturkölluð.

Engin leið að afturkalla það sem eyðilagt hefur verið á undanförnum árum

Þýska ESB-þingkonan Christine Anderson frá flokknum Valkostur fyrir Þýskaland segir í viðtali við Epoch Times:

„Evrópa mun skreppa saman í Evrópukjarna sem landfræðilega séð verður við hlið Austur-Evrópuríkja. Ég held að Vestur-Evrópa sé búin að vera. Það er engin leið að afturkalla það sem gert hefur verið á undanförnum áratugum.“

„Tökum bara hugarfar ungu kynslóðarinnar. Spilltir krakkar sem hafa enga skoðun á hlutum eins og frelsi, lýðræði og réttarríki og halda, að við munum lifa í betri heimi, bara ef við ritskoðum „hatursáróður“ eða köllum málfrelsi „hatursorðræðu“ og getum útrýmt þessu öllu.“

„Þau átta sig ekki á því, hvað ritskoðun gerir í raun og veru við samfélagið. Þetta er fyrsta skrefið sem alræðisstjórn tekur til að ná tökum á nær öllum þáttum í lífi einstaklingsins.“

Komið í veg fyrir að bændur stundi landbúnaðarstörf

Valdaelítan sem stjórnar Evrópu er að svipta fólkið öllu: Frelsið, lýðræðið og réttarríkið eru við það að hverfa. Til að ná árangri fyrir þessi markmið sín, nota þeir meðal annars „loftslagsgeðveikina“ segir hún. Þeir segjast vera að berjast fyrir hag mannkyns en í raun er eitthvað allt annað í gangi:

„Þeir taka landið frá bændum. Bændurnir mega ekki lengur stunda landbúnaðarstörf. Á Írlandi þurfa bændur að slátra helmingi nautgripa sinna vegna þess að kýr prumpa og ropa. Þeir reyna að taka allt frá okkur. Allt sem okkur þykir vænt um og gerir okkur að þeim sem við erum.“

Fjölmiðlar orðnir framlengdur armur valdsins

Fjölmiðlar upplýsa ekki lengur fólk heldur innræta. Eru framlengdur armur valdsins. Christine Anderson segir:

„Þetta hefur ekkert með lýðræðið að gera. Sú stefna sem ESB hefur fylgt í áratugi stríðir gegn hagsmunum almennings. Þeir sem sætta sig ekki við stefnu glóbalistanna eru stimplaðir „öfgahægrimenn.“ Það sýndi sig t.d. í Covid. Þeir sem mótmæltu lokunum voru kallaðir „nasistar“ og „hægri öfgamenn“ burtséð frá því, að margir þeirra sem mótmæltu voru vinstrisinnaðir.“

Skildu eftir skilaboð