Heimsmálin: þriðji þáttur

frettinGústaf Skúlason, Heimsmálin, Innlent1 Comment

Gústaf Skúlason skrifar:

Í nýjum þætti Heimsmálanna ræddu þau Margrét Friðriksdóttir og Gústaf Skúlason um málin sem hæst ber á góma fyrir þessi áramót. Meðal annars var stríð Ísraels gegn Hamas til umræðu en nýlega fundu ísraelskir hermenn sjálfsmorðssprengjuvesti ætluð börnum í einu víghreiðri hryðjuverkamannanna. Hryðjuverkamennirnir svífast einskis og senda börn og konur í dauðann í því óhugnanlega heilaga stríði sem heltekur huga þeirra. Ekkert nálægt ríki vill taka við flóttamönnum frá Gaza en á litla Íslandi hefur hópur tjaldað fyrir utan Alþingi og krefst þess að íslenska ríkisstjórnin opni upp landið fyrir óheftu innstreymi palestínskra flóttamanna til Íslands.

Margrét Friðriksdóttir benti á hið mikla gyðingahatur sem enn finnst í heiminum og að Ísraelum er kennt um glæpi sem Hamas fremja gagnvart eigin landsmönnum. Í stað þess að beina kröftunum gegn Hamas er meira vók að ásaka gyðinga. Það er hrein hörmung að sjá hvernig hryðjuverkamenn nota venjulegt fólk sem skjöld í stríðsátökum sem er stríðsglæpur.

Græna grýlan upp fundin til að skapa vissum einstaklingum ríkidóm og völd

Rætt var um hvernig græna grýlan dregur úr kjarki ungu kynslóðarinnar sem á sér enga framtíð nema að „stikna í báli vítis“ svo notuð séu orð Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna. En sem betur fer ná þær raddir sífellt betur í gegn um lygavefinn sem segja þann einfalda sannleika, að koltvísýringur hefur engin áhrif á hitastig jarðarinnar. Ian Plimer prófessor frá Ástralíu er einn þeirra sem afhjúpar grænu lygina á eftirminnilegan hátt. Hefur meira að segja skrifað bók um Græna morðið, en hann bendir á, að ef grænu stefnunni verði framfylgt mun það jafnast á við þjóðarmorð á jarðarbúum. Olían er nefnilega eitt aðalefnið sem notað er við framleiðslu svo margra hluta sem manneskjan notar í daglegu lífi sínu, að ekki sé minnst á bændur og matarframleiðslu sem græningjar hata og fyrirlíta af óskiljanlegum ástæðum.

Grænar kýr  og ógnarpakkar ESB

Margrét ræddi um fyrirbærið grænar kýr, sem gerðar voru tilraunir með með því að opna gat á magasekk kúnna og mata þær með röri í magann í stað þess að þær fengju að jórtra sem er þeim eðlislægt. Grænu geðveikinni eru engin takmörk sett eins og ESB-þingkonan Christine Anderson frá flokknum Valkostur fyrir Þýskaland bendir á. Önnur ESB- þingkona Clare Daly frá Íralandi notar pontu ESB-þingsins til að láta ESB-elítuna fá það óþvegið. Kallar hún Von der Layen Frú Þjóðarmorð og segir að lýðræðispakkar ESB séu ógn við borgaralegt samfélag.

Nafn Donald Trumps gert ódauðlegt í sögu Bandaríkjanna líkt Abraham Lincolns

Þá ræddu þau Margrét og Gústaf um stjórnmálaástandið í Bandaríkjunum en Demókratar hafa nú öðru sinni tekið nafn frambjóðenda repúblikanaflokksins af kjörseðli nokkurra ríkja. Í fyrsta sinn gerðu þeir það við Abraham Lincoln í suðurríkjunum í innanríkisstríði Bandaríkjanna. Sagði Gústaf þessa aðgerð muni festa nafn Donald Trumps í sögu Bandaríkjanna á sama hátt og Lincolns.

Hlusta má á þáttinn með því að smella á spilarann hér að neðan. Þátturinn verður einnig aðgengilegur á netútvarpinu uppi til hægri.

One Comment on “Heimsmálin: þriðji þáttur”

Skildu eftir skilaboð